76. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 8. maí kl. 18.15.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Gunnar V. Eyþórsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar
Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.
1. Tillaga að deiliskipulagi, Reykárhverfi III.
árni ólafsson, arkitekt, kynnti tillögu sem sýnir byggð með lóðum fyrir 37 einbýlishús. í fyrsta áfanga er gert ráð
fyrir 15 húsum, í öðrum áfanga 17 og þriðja áfanga 5. Nefndin lýsti ánægju sinni með tillöguna og fól
hönnuði að leggja fram tillögu að byggingar- og skipulagsskilmálum sem næsta skref.
2. Erindi Tómasar Inga Olrich dags. 30. mars 2007 vegna skipulags í landi Arnarholts. (frestað).
Erindinu er því líst yfir að ekki séu gerðar athugasemdir við aðkomu um gamla Leifsstaðaveginn að fyrirhuguðum frístundahúsum
í landi Arnarholts enda verði tryggt að umferð að öðrum lóðum í Leifsstaðabrúnum komi ofan frá og að um “gegnum”
umferð verði ekki að ræða.
Afgreiðslu frestað.
3. Erindi Tryggva Jóhannssonar, Hvassafelli, dags. 13. apr1í 2007, um leyfi til fjósbyggingar.
Umsókninni fylgir afstöðumynd í
mkv. 1:2000 og yfirlitsmynd í mælikv. 1:5000.
Byggingin er áætluð ca. 950 ferm og hámarkshæð ca. 6.75 m.
Nefndin leggur til að umsóknin verði samþykkt.
4. ölduhverfi.
Skipulagsnefndin tekur jákvætt í þau atriði sem fram koma í bréfi dagsett 27.02.
2007 frá fulltrúa ölduhverfis ehf Nánari útfærsla verður rædd á fundi 15. mal
2007.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.. 19.50.