Skipulagsnefnd

73. fundur 18. apríl 2007 kl. 10:35 - 10:35 Eldri-fundur
73. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 3. apríl kl. 18.15.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

1. Deiliskipulag í landi Brúarlands og erindi Hreins Pálssonar hrl. f.h. eigenda jarðarinnar dags. 21. mars 2007.
í erindinu er farið fram á að skipulagsnefnd falli frá þeim skilyrðum sem sett eru fram í greinargerð til eigenda Brúarlands og samþykkt var á fundi nefndarinnar hinn 1. mars 2007. Nefndin telur engar efnislegar forsendur til að breyta þeirri afstöðu sem þar kemur fram.

2. Deiliskipulag frístundasvæðis í landi Bjarkar (Signýjarstaða).
Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi þar til rætt hefði verið við eigendur aðlægs lands. þar sem ekki hefur tekist að ná til allra er afgreiðslunni enn frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.55.
Getum við bætt efni síðunnar?