Skipulagsnefnd

72. fundur 15. mars 2007 kl. 10:06 - 10:06 Eldri-fundur
72. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 13. mars 2007 kl. 18.15.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

1. VSó ráðgjöf, erindi dags. 27. feb. 2007.
Afgreiðslu frestað.

2. Deiliskipulag svæðis úr landi Leifsstaða.
Tillaga að deiliskipulagi svæðisins gerir ráð fyrir lóðum fyrir 4 íbúðarhús. Tillagan hefur verið auglýst með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m. s. br. og rann athugasemdafrestur út hinn 27. feb. 2007. Engar athugasendir bárust við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi breytingu á skilmálum þeim sem eru áritaðir á auglýstan uppdrátt (viðbót við 3. málslið töluliðar 5.6):
Sú kvöð fylgir lóðunum að eigendur þeirra þurfa að sæta því að fráveitan verði tengd sameiginlegri hreinsistöð fyrir Brúarlands- og Leifsstaðasvæðið telji skipulagsyfirvöld slíka stöð nauðsynlega vegna vaxandi íbúðarbyggðar á umræddu svæði. Kostnaði yrði deilt á lóðarhafa í formi tengi- og fráveitugjalda."

3. Erindi dags. 6. feb. 2007 um að frístundalóðum í Leifsstaðabrúnum verði breytt í íbúðasvæði.
15 eigendur lóða nr. 1, 2(3), 5, 7, 8, 9, 10, 12, 13, 13a, 14, 15, 15b, 19, 20, 24, 25 og Arnarholts fara fram á að “samfellt svæði frístundalóða ásamt Arnarholti í Leifsstaðabrúnum verði breytt úr frístundasvæði í íbúðarsvæði, þó þannig að þeir sem vilja haldi í frístundalóð sé það heimilt.”
Afgreiðslu frestað.

4. Drög að deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Bjarkar (Signýjarstaðir), lögð fram af arkitektastofunni Gláma/Kím, mótt. 12. mars 2007.
Tillagan gerir ráð fyrir þremur lóðum fyrir frístundahús á reit sem er ca. 1.7 ha. Heimreið liggur sunnan til á skipulagsreitnum og er ein lóð staðsett norðan hennar um mitt svæðið en tvær vestast á svæðinu. Leiksvæði er sýnt sunnan heimreiðarinnar sunnan og ofan efstu lóðarinnar.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að ræða við hönnuð og eigendur aðlægs lands um fjarlægðarmörk, staðsetningu heimreiðar og afmörkun byggingarreita

5. Tillaga að deiliskipulagi í Reykárhverfi.
Tvær tillögur eru lagðar fram til kynningar.

6. Samþykkt að fundir nefndarinnar verði á þriðjudögum kl. 18.15.

7. Ráðning skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að hún heimili henni að ráða sérfræðing (skipulagsfulltrúa) til faglegrar ráðgjafar við umfjöllun skipulagsáætlana.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.40.
Getum við bætt efni síðunnar?