Skipulagsnefnd

70. fundur 07. mars 2007 kl. 10:05 - 10:05 Eldri-fundur
70. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 19. feb. 2007 kl. 19.00.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

1. Erindi Lögfræðiþjónustunnar, dags. 6. des. 2006, mótt. 29. jan. 2007.
Erindið er sent f. h. Baldurs Haukssonar, kt. 211058-5529, vegna Arnarholts-lands. því fylgir uppdráttur sem gerir ráð fyrir fjórum lóðum fyrir frístundahús á landi Arnarholts, sem samtals er ca. 1. 3 ha og er farið fram á að skipulags-nefnd samþykki fyrirkomulagið. Nefndin bendir á að hún hafi áður samþykkt að á landi Arnarholts megi byggja fjögur frístundahús. Hún getur hins vegar ekki tekið afstöðu til þess skipulags sem sýnt er á meðfylgjandi yfirlitsmynd þar sem allar málsetningar vantar. Nefndin felur sveitarstjóra að afla frekari gagna.

2. Erindi Tómasar Inga Olrich, dags. 9. feb. 2007.
í erindinu er farið fram á heimild til að byggja eitt íbúðarhús á lóð úr landi Knarrarbergs sem yrði staðsett rétt sunnan Kúalækjarins efst í landi Knarrar-bergs. Nefndin frestar afgreiðslu erindisins þar til nákvæmari gögn liggja fyrir.

3. Erindi Sveins Bjarnasonar og Maríu E. Bjarnason, Brúarlandi, dags. 31. jan. 2007.
í erindinu er farið fram á að skipuleggja svæði norðan Brúarlands að þingmannalæknum fyrir tvö íbúðarhús. Með vísan til fyrri samskipta nefndarinnar og landeiganda sem og skilmála sem settir eru fram í deiliskipulagi frá 27. sept. 2005 áskilur nefndin sér fullan rétt til að skoða skipulag þessa svæðis og hugmyndir þar að lútandi mun nánar áður en hún tekur afstöðu til erindisins.

4. Erindi Flugstoða ohf., dags. 8. jan. 2007 um uppsetningu leiðiljósa fyrir Akureyrarflugvöll.
Ljósin verða sett á "búkka" og lagður að þeim rafstrengur. Leyfi landeigenda liggur fyrir. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

5. Erindi Svövu Svavarsdóttur, dags. 7. feb. 2007, um deiliskipulag í Leifsstaðabrúnum.
Skipulagsnefnd hefur þegar samþykkt að svæðið verði áfram frístundasvæði eins og ósk kemur fram um í erindi Svövu.

6. Erindi Vegagerðarinnar dags. 11. okt. 2006.
Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna bílastæðis við Munkaþverárkirkju. þar sem samningur hefur nú verið gerður um bílastæðið milli sóknarnefndar og landeiganda samþykkir nefndin útgáfu framkvæmdaleyfis.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:00.

Getum við bætt efni síðunnar?