Skipulagsnefnd

69. fundur 11. janúar 2007 kl. 01:26 - 01:26 Eldri-fundur

Skipulagsnefnd 69. fundur

69. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 4. jan. 2007 kl. 19.00. Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilia Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

    
1. á 68. fundi nefndarinnar var eftirfarandi samþykkt:

"Tillaga að málsmeðferð þeirra athugasemda sem teljast geta "íþyngjandi" umfram það sem lagt er til í auglýstri aðalskipulagstillögu.

Gera má ráð fyrir að samþykkt eftirfarandi athugasemda, einnar eða fleiri, geti leitt til þess að auglýsa þurfi tillöguna að nýju.

Erindi Fallorku ehf., virkjanir í Djúpadal.
Erindi Heiðbjartar Kristinsdóttur, um að á 30.6  ha úr landi Miklagarðs I megi stofna til 5 lögbýla.
Erindi Vilbergs Jónssonar, Kommu, um að  3.4 ha úr landi jarðarinnar verði skilgreindir fyrir  4 íbúðarhús.
Erindi eiganda Kaupangs um að 36 ha úr landi jarðarinnar verði skilgreindir sem íbúðarsvæði.

 Nefndin telur það óásættanlegt, þar sem gera má ráð fyrir að það fresti staðfestingu tillögunnar um 3 - 4 mánuði. Of miklir hagsmunir eru í húfi til að sú áhætta verði tekin.

Nefndin samþykkir að beina  fyrirspurn til Skipulagsstofnunar varðandi þetta og leita álits hennar á því hvort samþykkt tillagnanna nú leiddi til endurauglýsingar. Afgreiðslu frestað þar svar hefur borist frá stofnuninni."

Skipulagsstofnun hefur svarað fyrirspurninni í bréfi dags. 20. des. 2006. Afstaða stofnunarinnar er þessi:

a. að samþykkt á erindi Fallorku ehf. muni leiða til þess að auglýsa þurfi tillöguna aftur.
b. að samþykkt á erindi Heiðbjartar Kristinsdóttur muni ekki leiða til endurauglýsingar á skipulagsgögnunum aðalskipulagstillögunnar.
c. að samþykkt á erindi Vilbergs Jónssonar leiði ekki til endurauglýsingar. Hins vegar bendir stofnunin á að samþykkt erindisins geti haft fordæmisgildi og leitt til aukinnar þéttbýlismyndunar á svæði sem skilgreint er til landbúnaðarafnota.
d. að samþykkt á erindi eigenda Kaupangs leiði til endurauglýsingar á tillögunni.

Afgreiðsla.

Nefndin leggur til að erindi Fallorku ehf. verði hafnað á grundvelli þess að erindið er of seint fram komið sbr.einnig afstöðu Skipulagsstofnunar.
Nefndin telur ekki ástæðu til að leggjast gegn stofnun 5 lögbýla í landi Miklagarðs I fái eigandi  til þess heimild landbúnaðarráðherra. Nefndin tekur að öðru leyti ekki afstöðu til hugmyndar að nýtingu landsins.
Nefndin samþykkir með fjórum atkvæðum að leggja til að erindi Vilbergs Jónssonar verði samþykkt. Emilia Baldursdóttir greiddi ekki atkvæði.
Nefndin leggur til að erindi eiganda Kaupangs verði hafnað á grundvelli þess að erindið er of seint fram komið sbr. einnig afstöðu Skipulagsstofnunar.

2.  Erindi Karls Karlssonar, Karlsbergi, dags. 4. jan. 2007.

Nefndin samþykkir ósk Karls Karlssonar um að draga til baka athugasemd, dags. 2/10 2006 um að lóð 208303 verði skilgreind sem frístundalóð.  Ekki er tekin afstaða á þessu stigi til meðfylgjandi deiliskipulagstillögu.

3.  Erindi Helga örlygssonar dags. 21. sept. 2006 um skipulagssvæði í landi þórustaða 7.

Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt sbr. 9. tl. 60. fundargerðar nefndarinnar.

4. Erindi Benedikts Hjaltasonar dags. 1. okt. 2006 um að land hans ofan Reykárhverfi verði skilgreint sem íbúðarsvæði.

Umbeðin viðbótargögn sem veittur var frestur til að skila til 30. nóv. 2006 hafa ekki borist. Nefndin leggur því til að erindinu verði hafnað.


 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.40.

Getum við bætt efni síðunnar?