Dagskrá:
1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar endurskoðun 2022 - 2210043
Lögð er fram skipulagslýsing, unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi sem hefur verið uppfærð í samræmi við það sem farið var yfir á skipulags- og sveitarstjórnarfundum.
Skipulagsnefnd gerir nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi drög af skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri skipulagslýsingu vegna Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2025-2037 verði vísað í kynningarferli samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Leifsstaðir land (Leifsstaðabrúnir 25 eða Heiðarhvammur) L152708 - óveruleg breyting á deiliskipulagi - 2502011
Fyrir fundinum liggur til staðfestingar merkjalýsing vegna lóðanna Leifsstaðir land L152708 (Heiðarhvammur) og Leifsstaðir land (Afaland) L152710.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
3. Vaglir L152818 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku - 2503020
Fyrir fundinum liggur erindi þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Eyjafjarðará í landi Vagla L152818.
Í samræmi við gildandi aðalskipulag kallar skipulagsnefnd eftir frekari gögnum frá landeiganda með ýtarlegum rökum þess efnis að aðstæður á svæðinu hafi batnað verulega frá síðustu efnistöku.
Skipulagsnefnd mun taka erindið aftur til umfjöllunar þegar þau gögn berast en ekki taka neina afstöðu til erindisins fram að því.
4. Hrafnagil L152646 - Umsókn um stofnun nýrrar lóðar - Húsaflöt - 2503022
Umsókn liggur fyrir fundinum frá landeiganda, þar sem sótt er um stofnun lóðarinnar Húsaflöt úr landi Hrafnagils L152646
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindins til næsta fundar og felur skipulagsfulltrúa að ræða við landeiganda.
5. Aðalskipulag Skagafjarðar - Kynning á tillögu á vinnslustigi (nýtt aðalskipulag) - 2503013
Skagafjörður óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar um tillögu á vinnslustigi vegna nýs aðalskipulags. Skipulagstillaga unnin af VSÓ ráðgjörf, mars 2025 fylgir erindinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við erindið.
6. Byttunes L228844 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til landmótunar á Byttunesi - 2503024
Fyrir fundinum liggur umsókn um framkvæmdaleyfi til að nýta hluta efnis sem fellur til við uppbyggingu innviða í Ölduhverfi til landmótunar á Byttunesi
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum um framkvæmdina svo sem hver tilgangur landmótunarinnar er og grófa lýsingu á framkvæmdinni og landhæð að lokinni landmótun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00