Skipulagsnefnd

427. fundur 10. mars 2025 kl. 08:00 - 09:15 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Dagný Linda Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
 
 
Dagskrá:
 
1. Leikskólinn Krummakot (nýji) - umsókn um frávik frá deiliskipulagi vegna staðsetningar gróðurhúss - 2502052
Eyjafjarðarsveit sækir um frávik frá deiliskipulagi Hrafnagilshverfis vegna staðsetningar gróðurhúss á og við nýja lóð leikskólans.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skuli fallið frá grenndarkynningu samkv. 3.mgr. 43. gr. sömu laga.
 
2. Byttunes L228844 - framkvæmdaleyfi v.haugsetningar á sandi - 2406011
Ölduhverfi ehf. óskar eftir leyfi til að viðbótar haugsetningu tímabundið sand á Byttunesi L228844.
Linda Margrét Sigurðardóttir víkur af fundi undir þessum fundarlið.
 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna tímabundinnar haugsetningar á sandi á Byttunesi L 228844 og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi enda liggja samþykki landeigenda fyrir. Framkvæmdaleyfi gildi til og með 6.júní 2026.
 
3. Ölduhverfi - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Útgröftur fyrir vegstæði - 2503001
Ölduhverfi ehf. sækir um framkvæmdaleyfi til útgraftar á vegstæði innan svæðis og niður að uppkeyrslu. Mótun svæðis tengt Bogöldu og uppkeyrslu að svæði.
Linda Margrét Sigurðardóttir víkur af fundi undir þessum fundarlið.
 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi. Þá leggur nefndin áhersla á að snyrtilega verði gengið um svæðið og að gætt verði sérstaklega að nálægð við Jólagarðinn við flutning vinnuvéla upp á svæðið og umferð sé ekki meiri en nauðsyn krefur.
 
4. Leifsstaðir II L152714 - breyting á deiliskipulagi, hótel orlofshús - 2411007
Málið var síðast til umræðu á 423. fundi skipulagsnefndar og 645. fundi sveitarstjórnar þar sem landeiganda var heimilað að leggja fyrir sveitarstjórn tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Var jafnframt bent á að umfang verkefnisins rúmaðist ekki innan heimilda aðalskipulags og landeiganda heimilað að leggja fyrir sveitarstjórn tillögu að breytingu á aðalskipulagi samhliða tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðal- og deiliskipulagstillögu vegna Leifsstaða II - verslunar- og þjónustusvæðis verði vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30 gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
5. Erindi frá Óshólmanefnd til Eyjafjarðarsveitar varðandi Hvamms- og Kjarnarflæðar - 2503002
Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar fer yfir erindi Óshólmanefndar vegna útgáfu framkvæmdaleyfis að Hvammi. Skipulagsnefnd þakkar ábendingarnar en telur þær samsvara þeim sem áður hafa komið fram og því ekki tilefni til að endurskoða ákvörðunina.
Þá er skipulagsnefnd ekki með til umræðu að veita framkvæmdaleyfi á öðrum svæðum innan Hvammsflæða.
 
6. Landsnet - Mótun kerfisáætlunar 2025-2034 - 2502039
Verk- og matslýsingu vegna vinnu við gerð kerfisáætlunar 2025-2034 lögð fram til kynningar, sveitarfélög eru sérstaklega hvött til þess að nýta tækifærið og upplýsa um stöðu á aðalskipulagi og fyrirhugaða landnotkun sem getur haft áhrif á mótun kerfisáætlunar. Áætlað er að kerfisáætlunin sjálf og mat á umhverfisáhrifum komi í kynningu fyrir páska.
Lagt fram til kynningar.
 
7. Víðigerði II - L152822 - Umsókn um byggingarreit fyrir 180m2 - 2502031
Benjamín Davíðsson hefur skilað inn uppfærðum gögnum m.t.t. fjarlægðar frá vegi, að beiðni sveitarstjórnar, sem vísaði erindinu aftur til skipulagsnefndar á fundi sínum þann 26. febrúar sl.
Benjamín Örn Davíðsson vék af fundi undir þessum fundarlið.
 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:15
Getum við bætt efni síðunnar?