Dagskrá:
1. Víðigerði II, lóð 2 og 3 - Umsókn um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði - 2211017
Fyrir fundinum liggur erindi frá Hannesi Haraldssyni um að stofna lóð á mörkum sumarhúsa lóða 2 og 3 í Víðigerði til að reisa sameiginlegt geymsluhúsnæði.
Erindinu var frestað seinasta á fundi.
Benjamín Davíðsson víkur að fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
2. Brúnir - umsókn um stofnun lóðar - 2212007
Fyrir fundinum liggur ósk frá Hrafnagil ehf. eigenda Brúna L 152581 um að stofna lóð úr landi Brúna með nýju landnúmeri.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki erindið enda sé kvöð um reiðleið þinglýst á lóðina um leið og hún er stofnuð.
3. Stóri-Hamar 1 - Ný heimreið - 2301010
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jóhanni Jóhannessyni eiganda Stóra-Hamars 1, L152778, þar sem hann óskar eftir að gera nýja heimreið heim að bænum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að óskað sé eftir umsögn frá Vegagerðinni um nýja heimreið að Stóra-Hamri 1 og jafnframt er erindinu vísað í grenndarkynningu samkvæmt 1.mgr. 44.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
4. Svæðisskipulag Suðurhálendis - Óskað eftir umsögn á tillögu - 2301013
Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis hefur samþykkt greinargerð og umhverfisskýrslu Svæðisskipulags Suðurhálendis til kynningar skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins.
Skipulagsnefnd tekur ekki undir að útilokað verði að stofnvegir yfir hálendið séu hannaðir fyrir vöruflutninga á milli landshluta. Nefndin gerir að öðru leiti ekki athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda inn umsögn fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar.
5. Raðhúsalóðir við götu D, lóð 4 og 6 - ósk um að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða - 2301017
Fyrir fundinum liggur erindi frá Mjölnir tréverk ehf. og BÁ húsaskoðun sem hefur fengið úthlutað lóð 4 og 6 við D götu í Hrafnagilshverfi þar sem óskað er eftir að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða raðhús eins og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi Hrafnagilshverfis.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað
og vill halda í þá fjölbreytni sem lagt var upp með í vinnu við deiliskipulagi Hrafnagilshverfisins.
6. Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 - 2109022
Auglýsingartímabili aðal- og deiliskipulagstillaga vegna Samkomugerðis- Frístundabyggð lauk 6. janúar sl. og bárust þrjú erindi vegna málsins.
Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýstar skipulagstillögur í erindum sem bárust frá Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og Minjastofnunar.
Vegagerðin bendir á eftirfarandi atriði:
a) fjarlægð milli vegamóta að Dalsvegi (825) verði að vera amk. 150m og að tengingin geti því haft að einhverju leiti takmarkandi áhrif fyrir svæðið í næsta nágrenni. Ábendingin gefur ekki tilefni til ályktunar.
b) Tenging við Dalsveg (825) verði að vera hornrétt og lárétt næst vegi eins og kemur fram í skipulagstillögunni. Ábendingin gefur ekki tilefni til ályktunar.
c) Í kafla 2.2. í tillögunni að deiliskipulagi kemur fram að ekki megi byggja hús nær vegi en 50 m. þar sem Dalsvegur (825) er tengivegur. Samkvæmt gr 5.3.3.5 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 má ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús utan þéttbýlis nær stofn- og tengi vegi en 100m.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aflað verði undanþáguheimildar frá ráðherra vegna staðsetningar byggingarreits, enda má gera ráð fyrir að lítið áreiti verði af veginum vegna þess hve lítil umferð er um hann.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýst skipulasgstillaga verði samþykkt skv. 1. gr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7. Eyrarland - Deiliskipulag - 2109031
Auglýsingartímabili aðal- og deiliskipulagstillaga vegna Eyrarland - Deiliskipulag lauk 6. janúar sl. og bárust fjögur erindi vegna málsins og hefur skipulagshönnnuður uppfært tillöguna.
Frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við hlutaeigandi.
8. Kroppur - Íbúðasvæði - 2104003
Kynningartímabili aðal- og deiliskipulagstillaga vegna Kroppur- íbúðarsvæði, Ölduhverfi, lauk 15. Desember 2022 og bárust tvö erindi vegna málsins.
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu sé vísað í kynningar- og auglýsingarferli samkvæmt 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30