Dagskrá:
1. Guðrúnarstaðir lóð - Glóð - beiðni um breytt staðfang - 2211030
Fyrir fundinum liggur erindi frá Kára Erik Halldórssyni eiganda lóðar á Guðrúnarstöðum (L152621) að lóðin fái staðfangið Glóð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
2. Tjarnagerði - umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr 2022 - 2211023
Fyrir fundinum liggur erindi frá Haraldi S. Árnasyni fyrir hönd eigenda Tjarnargerðis um að reisa bílageymslu á lóð sinni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
3. Víðigerði II, lóð 2 og 3 - Umsókn um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði - 2211017
Fyrir fundinum liggur erindi frá Hannesi Haraldssyni um að stofna lóð á mörkum sumarhúsa lóða 2 og 3 í Víðigerði til að reisa sameiginlegt geymsluhúsnæði.
Erindinu er frestað.
4. Eyrarland - skráning lóðarinnar Eyrarland 4 - 2211033
Fyrir fundinum liggur erindi frá eigendum Eyrarlands þar sem óskað er eftir skráningu lóðar undir íbúðarhús á jörðinni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, en jafnframt verði sett kvöð um aðkomu, rotþró og lagnaleiðir og merkt inn á lóðaruppdráttinn.
5. Brúnir - umsókn um stofnun lóðar - 2212007
Fyrir fundinum liggur ósk um landnúmer fyrir nýja Ný landspildu úr landi Brúna.
Erindinu er frestað.
6. Óskað eftir nafnabreytingu úr Rútstaðir 2a í Litli Lækur - 2212015
Fyrirfundinum liggur beiðni frá eigendum Rútstaða 2 að breyta nafninu í Litla Læk.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki erindið.
7. Kroppur, Byttunes, Hrafnagil - skráning landeigna undir vegsvæði 2022 - 2212016
Umsókn frá Vegagerðinni um stofnun vegstæða - vegna færslu vegar við Hrafnagilshverfið.
Erindinu er frestað.
8. Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 2209020
Fyrir fundinum liggur Skipulagslýsing frá Eflu fyrir Espihól.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingunni verði vísað í kynningarferli samkvæmt 2.mgr. 30 gr. og 3.mgr. 40 gr. skipulagslaga.
9. Víðigerði 2 - byggingarreitur fyrir gróðurhús 2023 - 2301003
Erindi frá Benjamíni Erni Davíðssyni þar sem óskað er eftir að byggja allt að 200 fm gróðurhús í landi Víðigerðis 2
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
10. Kroppur - Íbúðasvæði - 2104003
Auglýsingatími Ölduhverfis er lokið. Það bárust 2 athugasemdir. Annarsvegar frá Vegagerðinni og hinsvegar frá ábúendum í Kroppi.
Linda víkur af fundi undir þessum lið. Erindinu er frestað og skipulagsfulltrúa falið að boða til fundar með hlutaðeigandi aðilum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45