Dagskrá:
1. Flugslóð 12 - áskorun um úrbætur - 2109009
Ólafur Rúnar Ólafsson hrl. kemur á fund skipulagsnefndar og ræðir næstu skref varðandi Flugslóð 12 á Melgerðismelum.
Gestir
Ólafur Rúnar Ólafsson - 08:00
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún geri ráðstafanir til að hrinda í framkvæmd skipulagi sem í gildi er á Melgerðismelum og framfylgd skilmála sem um svæðið gilda og koma meðal annars fram í lóðarleigusamningum, þar með talið Flugslóð 12.
2. Fossland 2 - Umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr 2022 - 2211010
Fyrir fundinum liggur erindi frá Guðmundi Hilmarssyni í Fosslandi 2,þar sem hann sækir um að byggja allt að 100 m2 farartækjageymslu/bílskúr á lóð sinni Fosslandi 2, Eyjafjarðarsveit.
Fyrirhuguð staðsetning er á norðausturhluta lóðar, sjá meðfylgjandi afstöðu og útlitsteikningu unna af Jensson hönnunarhúsi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að visa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
3. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í Litla-Dal - 2210050
Fyrir fundinum liggur erindi frá Kristínu Thorberg og Jónasi Vigfússyni eigendur lögbýlisins Litla-Dals, landnúmer, 152717 tilkynning til sveitastjórnar Eyjafjarðarsveitar um skógræktarsamning á 18,3 hektara svæði á landi jarðarinnar. Teljum við framkvæmdina í samræmi
við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins, en óskað er eftir afstöðu
sveitastjórnar um hvort krast sé framkvæmdaleys í samræmi við reglugerð nr.
772/2012. Ef svo er þá er óskað eftir slíku framkvæmdaleyfi.
Meðfylgjandi loftmynd sýnir legu þess og útlínur.
Skipulagsnefnd telur skógræktina framkvæmdarleyfisskylda
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar við útgáfu framkvæmdarleyfisins.
4. Kaupangur - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2211013
Fyrir fundinum liggur erindi frá Helgu Kristjánsdóttir eiganda Kaupangs óskum um framkvæmdarleyfi vegna landmótunar.
Landmótun með mold til túngerðar á svæði sjá mynd. Hækka þarf land þar sem svæði liggur neðar (innan grænmerkts svæðis) en tún sem ofan við svæði sem sést á mynd. Aðlaga þarf land og fylla í hækka land, aðlaga það að túni að ofanverðu og veg að sunnan og norðanverðu.
Meðfylgjandi loftmynd sýnir legu þess og útlínur.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar við útgáfu framkvæmdarleyfisins. Skipulagsnefnd beinir því til framkvæmdaraðila að virða veghelgunarsvæði við Eyjafjarðarbraut eystri og Knarrarbergsveg.
5. Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni - 2211015
Fyrir fundinum liggur erindi frá Herði Snorrasyni fyrir hönd Heimavallar ehf. vegna framkvæmdaleyfis til endurbóta á landbúnaðarlandi og stækkun túna.
Erindinu frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Óshólmanefndar.
6. Rammahluti aðalskipulags - 2211014
Skipulagsnefnd ræðir stefnumótun við þróun byggðar í norðurhluta Kaupangssveitar.
Lagt fram og kynnt.
7. Bilskirnir - byggingarreitur fyrir gestahús - 2210042
Nefndin heldur áfram umfjöllun um:
Sigríður Kristjánsdóttir sækir um samþykki sveitarstjórnar vegna áforma um byggingu allt að 120 fm. gestahúss á landeigninni Bilskirni. Erindinu fylgja uppdrættir frá Hermanni Georgssyni hjá Stoð dags. 11.nóv.2022
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að visa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15