Skipulagsnefnd

377. fundur 31. október 2022 kl. 08:00 - 09:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1. Syðri-Varðgjá - Umsókn um stofnun lóðar - 2210032
Borist hefur erindi frá Stefáni Vilbergi Leifssyni kt:120985-2729 um stofnun lóðar úr landi Syðri-Varðgjá. Með erindinu fylgir uppdráttur og undirritun allra eigenda.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

2. Hótel Gjá ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2210044
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni f.h. Hótel Gjá ehf. landeigenda Ytri-Varðgjár (L152838) þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir vegtengingu að Ytri-Varðgjá. Meðfylgjandi er samþykki Vegagerðarinnar fyrir vegi að Ytri-Varðgjá.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindi sé vísað í grenndarkynningu samkv. 44. skipulagslaga 123/2010. Heimilt er að stytta tíma grenndarkynningar ef allir hagsmunaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki séu gerðar athugasemdir. Ef ekki berast erindi á tíma grenndarkynningar telst erindið samþykkt.

3. Fjárhagsáætlun 2023 - Skipulagsnefnd - 2210046
Fjárhagsáætlun nefndarinnar lögð fyrir fundinn.
Stefán Árnason kom og fór yfir fjárhagsáætlun skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gert sé ráð fyrir fjórum og hálfri milljón í fjárhagsáætlun vegna vinnu við aðalskipulag en gerir ekki aðrar athugasemdir við fjárhagsáætlunina.

4. Bilskirnir - byggingarreitur fyrir gestahús - 2210042
Sigríður Kristjánsdóttir sækir um samþykki sveitarstjórnar vegna áforma um byggingu u.þ.b. 20 fm. gestahúss á landeigninni Bilskirni. Erindinu fylgja uppdrættir frá Hermanni Georgssyni hjá Stoð dags. X.
Sigríður Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

5. Björk - Varða - beiðni um breytt staðfang - 2210049
Julia Jessica Gunnarsson óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við staðfanginu Varða á lóð sem fram til þessa hefur borið heitið Björk landspilda (L210665).
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

Getum við bætt efni síðunnar?