Skipulagsnefnd

376. fundur 17. október 2022 kl. 08:00 - 09:50 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1. Kroppur - Íbúðasvæði - 2104003
Fyrir fundinum liggur uppfærð deiliskipulagstillaga vegna Ölduhverfis, unnin af Sigurði Einarssyni hjá Batteríinu arkitektum dags. 5. september 2022. Fjallað var um erindið á fundi nefndarinnar 5. september 2022 og samþykkt að vísa tillögunni í kynningarferli þegar búið væri að bregðast við athugasemdum sem fram komu á fundinum á viðeigandi hátt.
Erindinu var frestað á seinasta fundi.
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum um áfangaskiptingu og leiksvæði/opið svæði í nyrðri hlutanum. Afgreiðslu frestað.

2. Ölduhverfi framkvæmdaleyfi vegna vinnubúða - 2208023
Nefndin tekur á ný til umfjöllunar framkvæmdaleyfisumsókn frá G.V. gröfum vegna vinnubúða í landi Kropps. Erindinu var frestað á fundi nefndarinnar 5. september 2022 og sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda.
Erindinu var frestað á seinasta fundi.
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vísa erindinu í grenndakynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
Ef heimild fyrir vinnubúðum verður veitt skal hún gilda til 31. desember 2024.

3. Torfur - umsókn um framlengingu á malarnámi - 2210009
Fyrir fundinum liggur erindi frá landeigendur að Torfum þar sem að þau sækja um framlengingu á malartöku í landi Torfna. Eldra leyfi frá árinu 2018 gildir fyrir efnistöku úr fjórum námum, en nú er búið að taka allt leyfilegt magn úr námu 2 og náma 1 hefur verið seld úr landi Torfna. Eftir standa því námur 3 og 4.
Sótt er um áframhaldandi efnistöku til næstu 5 ára (2023 -2027) úr námu 3 og 4 en nú þegar er byrjað að vinna úr námu 3 og um 1000 m3 hafa verið teknir þaðan af þeim 15.000 m3 sem leyfðir eru samkvæmt eldra leyfi.
Vegargerðin vinnur nú að tillögum um lagfæringu ofan við námu 2 og er áætlað að ráðist verði í frágang á námunni í framhaldinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlengingu malartökuleyfis úr námu 3 og 4 til 5 ára enda liggi endurnýjað leyfi frá Fiskistofu fyrir.

4. Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel - 2208016
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni f.h. N10b ehf. landeigenda Ytri-Varðgjár (L152838) skipulagslýsing deiliskipulags og aðalskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðs hótels í landi Ytri-Varðgjár. Áformað er að byggja hótel sunnan við Skógarböðin.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli enda liggi fyrir samþykki frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga.

5. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Fyrir fundinum liggja skipulagsuppdrættir auk greinargerðar fyrir deiliskipulag Hrafnagilshverfis, unnin af Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta dags. 2022-10-05. Gögnin hafa verið uppfærð með hliðsjón af umsögn Skipulagsstofnunar auk lokafrágangs sem eftir stóð við umfjöllun nefndarinnar um málið á 372. fundi 2022-08-22.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir að deiliskipulagið verði
uppfært: heimilisfang og húsnúmer á leikskólalóð, sýna körfuboltavöllinn austan íþróttahús, setja inn svæði fyrir póstkassa og að auka sveigjanleikan með því að heimilt verði að hafa 3 til 4 íbúðir á götu E lóð 3 og lóð 12 og að á götu E lóð 1 geti verið 1-2 íbúðir. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt deiliskipulag verði samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50

Getum við bætt efni síðunnar?