Dagskrá:
1. Örk - Umsókn um tvo byggingarreiti - 2208022
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn um byggingarreiti fyrir tvö íbúðarhús á lóðinni Örk (L187935) en afgreiðslu erindisins var frestað á 374. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað enda fylgir því ekki samþykki landeiganda. Skipulagsnefnd telur einnig að byggingaráformin sem í erindinu er lýst séu of þétt miðað við byggðarmynstur næsta nágrennis.
Samþykkt
2. Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vegagerð í landi Brúarlands - 2209038
Fyrir fundinum liggur erindi frá Heiðinni Fasteignum ehf., kt. 450122-1300, sem sækir um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar, uppsetningu rotþróa og lagningar undirlags fyrir göngustíga í landi Brúarlands samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 25. ágúst 2022. Erindinu fylgja gatnagerðaruppdrættir frá Eflu verkfræðistofu dags. 3. júlí 2022 og skriflegt samþykki skráðs eiganda landsins vegna umsóknarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt með eftirfarandi skilyrðum: a) skriflegt samþykki Landsnets og Norðurorku vegna framkvæmdanna liggi fyrir við útgáfu framkvæmdaleyfis, b) ef tengja á fleiri hús en þegar eru tengd við eldri rotþró á svæðinu skuli sú rotþró endurnýjuð til samræmis við lýsingu deiliskipulags c) fyrir liggi samþykki annarra landeigenda á skipulagssvæðinu áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
3. Skógræktarfélag Íslands - Ályktun til sveitarfélaga - 2209041
Fyrir fundinum liggur erindi frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem skorað er á sveitarfélög að skilvirkum verkferlum vegna framkvæmdaleyfisumsókna vegna skógræktaráforma.
Skipulagsnefnd mun hafa hliðsjón af erindinu við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags.
4. Reiðvegur milli Mjaðmár og Bringu - framkvæmdaleyfisumsókn - 2209049
Fyrir fundinum liggur erindi frá Hestamannafélaginu Funa sem sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar reiðleiðar milli Mjaðmár og Bringu. Leiðin er auðkennd RH7 í gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi vegna veglagningarinnar í landi Bringu og Stóra-Hamars 1 og 2 sé gefið út skv. erindi málshefjanda. Nefndin leggur einnig til við sveitarstjórn að veglagningu umfram það sé vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
5. Litlahlíð - stækkun bílgeymslu - 2209030
Fyrir fundinum liggur erindi frá Friðriki Bjarnasyni, Litluhlíð, sem sækir um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir viðbyggingu við bílskúr á lóðinni Litluhlíð í Eyjafjararsveit. Erindinu fylgir afstöðumynd frá Haraldi Árnasyni dags. 15. september 2022.
SKipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.
6. Kroppur - Íbúðasvæði - 2104003
Fyrir fundinum liggur uppfærð deiliskipulagstillaga vegna Ölduhverfis, unnin af Sigurði Einarssyni hjá Batteríinu arkitektum dags. 5. september 2022. Fjallað var um erindið á fundi nefndarinnar 5. september 2022 og samþykkt að vísa tillögunni í kynningarferli þegar búið væri að bregðast við athugasemdum sem fram komu á fundinum á viðeigandi hátt.
Erindinu er frestað.
7. Ölduhverfi framkvæmdaleyfi vegna vinnubúða - 2208023
Nefndin tekur á ný til umfjöllunar framkvæmdaleyfisumsókn frá G.V. gröfum vegna vinnubúða í landi Kropps. Erindinu var frestað á fundi nefndarinnar 5. september 2022 og sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda.
Erindinu er frestað.
8. Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel - 2208016
Finnur Aðalbjörnsson, Sigríður Hammer og Ómar Ívarsson koma fyrir fund nefndarinnar og kynna áform um hótelbyggingu í landi Ytri-Varðgjár. Nefndin fjallar um beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og heimild til deiliskipulagningar vegna ofangreindra áforma.
Nefndin er jákvæð fyrir áformum um stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í landi Ytri-Varðgjár vegna uppbyggingaráforma og kallar eftir skipulagslýsingu til afgreiðslu vegna aðal- og deiliskipulags.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40