Dagskrá:
1. Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 - 2109022
Fyrir fundinum liggur deiliskipulagstillaga fyrir frístundasvæði á landeigninni Samkomugerði 1 landsp 1 ásamt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030, þar sem umræddu frístundasvæði er bætt við aðalskipulagið.
Við umfjöllun nefndarinnar komu fram athugasemdir varðandi fyrirliggjandi skipulagstillögu sem bregðast þarf við áður en kynningar- og auglýsingarferli fer fram. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
2. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Fyrir fundinum liggur erindi frá Norðurorku vegna afgreiðslu sveitarstjórnar á erindi fyrirtækisins um deiliskipulag Hrafnagilshverfis.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma á fundi milli Norðurorku og fulltrúa sveitarfélagsins um erindið.
3. Bakkatröð 26-30 - ósk um deiliskipulagsbreytingu - 2208001
Fyrir fundinum liggur erindi frá JS trésmíði ehf. sem óskar eftir að deiliskipulagi Bakkatraðar verði breytt á þá leið að á lóðinni sé heimilt að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða raðhúss eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögg teiknistofu dags. 2022-08-02.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
4. Víðigerði - skráning lóðarinnar Stekkjarhóls - 2208002
Fyrir fundinum liggur erindi frá Hirti Haraldssyni sem óskar eftir skráningu nýrrar lóðar (Stekkjarhóls) í landi Víðigerðis. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búgarði dags. 2022-07-28.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Benjmín Örn Davíðsson vék af fundinum við afgreiðslu þessa liðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30