Dagskrá:
1. Norðurorka - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2204018
Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar stofnlagnar hitaveitu milli Jódísarstaða og Þverár. Erindinu fylgir yfirlitsuppdráttur og samþykki hlutaðeigandi landeigenda.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
2. Teigur - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á svæði E24D 2022 - 2204035
Ingvi Stefánsson sækir fyrir hönd Teigs ehf. um framkvæmdaleyfi vegna 20.000 rúmmetra efnistöku á efnistökusvæði E24D í landi Teigs.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda sé gert að gera úrbætur á aðkomu að efnistökusvæðinu svo vörubílar þurfi ekki að bíða og athafna sig á þjóðveginum við sandflutninga.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að leyfi Fiskistofu skuli liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfið er veitt. Skipulagsnefnd leggur til að heimilað efnistökumagn í framkvæmdaleyfinu sé 15.000 rúmmetrar, enda hafi verið teknir alls um 20.000 rúmmetar á svæðum E14 og E24 A, B. S. D sl. 12 mánuði sbr. skilmála um efnistöku í kafla 5.6 í greinargerð aðalskipulags, breytingarblað staðfest 8. júlí 2021.
3. Reykhús - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku 2022 á svæði E24C - 2204034
Páll Ingvarsson sækir um framkvæmdaleyfi vegna 20.000 rúmmetra efnistöku á efnistökusvæði E24C.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að leyfi Fiskistofu skuli liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfið er veitt. Skipulagsnefnd leggur til að heimilað efnistökumagn í framkvæmdaleyfinu sé 15.000 rúmmetrar, enda hafi verið teknir alls um 20.000 rúmmetar á svæðum E14 og E24 A, B. S. D sl. 12 mánuði sbr. skilmála um efnistöku í kafla 5.6 í greinargerð aðalskipulags, breytingarblað staðfest 8. júlí 2021.
4. Brúarland - deiliskipulag íbúðarsvæðis ÍB15 - 2201015
Fyrir fundinum liggja drög að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð í landi Brúarlands (ÍB15) unnið af Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu dags. 2022-04-22.
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að ákvæði um frístundabyggð sé fellt út úr kafla 2.1 í greinargerð, enda samræmist það ekki gildandi aðalskipulagi. Einnig skuli sett inn ákvæði um að ekki sé heimilt að gróðursetja eða reisa girðingar nær götu en 2 m til að hægt sé að ryðja götur án þess að skemmdir verði. Einnig skuli gera grein fyrir gönguleiðum innan hverfis og tengingu við Brúnahlíðarhverfi sbr. sérákvæði aðalskipulags fyrir Kaupangsbyggð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt skipulagstillagu sé vísað í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar - 1905022
Fyrir fundinum liggur fyrsta útgáfa umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umferðaröryggisáætlun sé samþykkt og að áætlunin sé kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Ætlast er til að áætlunin sé endurskoðuð og uppfærð reglulega í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila.
6. Húsnæðisáætlun 2022 - 2203010
Fyrir fundinum liggur húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjón að skýrslan sé samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45