Skipulagsnefnd

367. fundur 19. apríl 2022 kl. 08:00 - 09:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Anna Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar - 1905022
Nefndin fer yfir uppfærð drög umferðaröryggisáætlunar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

2. Húsnæðisáætlun 2022 - 2203010
Nefndin fer yfir uppfærð drög húsnæðisáætlunar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

3. Sólveigarstaðir II - landskipti 2022 - 2204008
Bergsteinn Gíslason óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við skráningu lóðar úr landi Leifsstaða. Erindinu fylgir uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2021-02-08.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindi sé samþykkt.

4. Brúarland - deiliskipulag íbúðarsvæðis ÍB15 - 2201015
Fyrir fundinum liggja drög að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði ÍB15 í landi Brúarlands og Leifsstaða, unnin af Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu dags. 2022-01-20.
Skipulagsnefnd bendir á að gera þurfi ráð fyrir snjósöfnunarsvæði vegna moksturs í hverfinu. Það megi gera með sérstöku svæði eða með að skilgreina helgunarsvæði meðfram götum þar sem óheimilt er að girða eða planta innan lóða. Skipulagsnefnd bendir á að brýnt sé að fullnægjandi breidd sé á aðkomuleiðinni þar sem brattinn er mestur. Að öðru leyti leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fallist sé á drög að deiliskipulagi í fyrirliggjandi mynd og að skipulagsfulltrúa sé falið að afla undanþágu ráðherra vegna fjarlægðar íbúðarhúsa frá Leifsstaðavegi.

5. Kotra - framkvæmdaleyfi fráveitna 2022 - 2202018
Fyrir fundinum liggur umsókn um framkvæmdaleyfi til gatna- og fráveitugerðar í þriðja áfanga íbúðarsvæði í Kotru.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfisumsókn sé vísað í grenndarkynningu á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili teljist erindið samþykkt.

6. Flugslóð 12 - áskorun um úrbætur - 2109009
Á 340. fundi skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar þann 15. mars 2021 var fjallað um umgengni á lóðinni Flugslóð 12 á Melgerðismelum. Í kjölfar umfjöllunarinanr var lóðhafa send áskorun um úrbætur og honum veittur frestur til 10. febrúar 2022 til að fjarlægja lausamuni sem geymdir eru í leyfisleysi á og við lóðina. Nú er sá frestur liðinn og hefur lóðarhafi ekki orðið við áskoruninni.
Lagt fram til kynningar.

7. Klauf - byggingarreitur fyrir haugtank - 2204012
Hermann Ingi Gunnarsson óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir hauggeymslu í landi Klaufar.
Hermann Ingi Gunnarsson vék af fundi undir þessu lið vegna vænhæfi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00

Getum við bætt efni síðunnar?