Dagskrá:
2. Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi um efnisnám úr námu - 2202020
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi fyrir samþykki landeiganda áður en leyfisbréf er gefið út.
Samþykkt
3. Kambur - nýskráning bújarðar - 2203002
Jóhann Jóhannesson, Stóra-Hamri 1, sækir um samþykki sveitarstjórnar við skráningu bújarðarinnar Kambs úr landi Stóra-Hamars 1. Erindinu fylgir uppdráttur frá Guðmundi H. Gunnarssyni dags. 2022-02-24.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda liggi fyrir viðeigandi staðfesting á landamerkjum áður en skráning fer fram.
Samþykkt
4. Stóri-Hamar 1 - Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel, dýraathvarf - 2201022
Umsókn Jóhanns Jóhannessonar og Evu Rakelar Aðalsteinsdóttur um leyfi fyrir hundahóteli á Stóra-Hamri 1 var vísað í grenndarkynningu á 581. fundi sveitarstjórnar. Eitt erindi barst vegna málsins.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að leyfi til starfrækslu hundahótels á Stóra-Hamri 1 sé veitt, enda skuli aðkoma að hótelinu merkt greinilega til að umferð fari rétta leið.
Samþykkt
5. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023
Fyrir fundinum liggur erindi frá Lilju Filippusdóttur sem fyrir hönd S&A fasteigna ehf. óskar eftir að breytingar verði gerðar á deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu í landi Leifsstaða II sem samþykkt var að auglýsa skv. 41. gr. skipulagslaga á 360. fundi nefndarinnar. Breytingarnar felast í því að aðkomuleið er aðlöguð að athugasemdum Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærð deiliskipulagstillaga sé auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um samhliða auglýsingu aðalskipulagstillögu sem nú er í yfirferð hjá Skipulagsstofnun.
Samþykkt
6. Eyrarland - Deiliskipulag - 2109031
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni sem fyrir hönd landeigenda Eyrarlands leggur fram frekari útlistun á áformum um deiliskipulag 10 íbúðarlóða á íbúðarsvæði ÍB14 í landi Eyrarlands. Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi nefndarinnar 2021-10-04 og kallað eftir nánari upplýsingum um áformin.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að málshefjendum sé veitt leyfi til að vinna deiliskipulag fyrir tíu íbúðarlóðir í samræmi við fyrirliggjandi tillögu skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fjöldi lóða skv. tillögunni er umfram byggingarheimildir í gildandi aðalskipulagi og leggur skipulagsnefnd til að fram fari aðalskipulagsbreyting samhliða deiliskipulagsgerðinni. Skipulagsnefnd bendir á stærð nyrstu lóðanna í tillögunni sé talsvert minni en á lóðunum á aðlægum svæði í Kotru og beinir þeim tilmælum til málshefjenda að lóðarstærðir miðist við að viðhalda sambærilegu byggðarmynstri á svæðinu. Ennfremur þarf að hafa samráð við Vegagerðina vegna nýrrar vegtengingar við Veigastaðaveg.
Samþykkt
7. Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar - 1905022
Nefndin fer yfir drög að umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið.
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
8. Kotra - framkvæmdaleyfi fráveitna 2022 - 2202018
Stallur ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna götugerðar og fráveitu í 3. áfanga íbúðasvæðisins Kotru. Erindinu fylgja uppdrættir af gatnagerð frá Eflu og af fráveitu frá Jónasi Vigfússyni dags. 2022-01-18.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt
1. Akureyrarbær - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Höefnersbryggju - 2202019
Akureyrarbær óskar eftir umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höpfnersbryggju vegna aðflugsljósa sem nú er auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10