Dagskrá:
1. Eyjafjarðarsveit - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2202007
Eyjafjarðarsveit sækir um framkvæmdaleyfi vegna landfyllingar fyrir fyrirhugað íbúðarsvæði á spildunni Grísará 4. Spildan er skilgreind sem íbúðarsvæði ÍB4 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
2. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Auglýst kynningartímabil aðal- og deiliskipulagstillaga fyrir Hrafnagilshverfi var til 18. febrúar sl. og bárust fjögur erindi á kynningartímabilinu auk þess sem athugasemdir komu fram á fundum með landeigendum á skipulagssvæðinu. Kynningartímabil deiliskipulagstillögunnar hefur verið framlengt um tvær vikur til 4. mars nk. en athugasemdir vegna aðalskipulagstillögu eru tilbúnar til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd fjallar um aðalskipulagstillögu sem auglýst hefur verið og athugasemdir sem borist hafa vegna hennar. Nefndin samþykkir að gera nokkrar leiðréttingar á fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að samþykkt sé að auglýsa svo breytta aðalskipulagstillögu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Höskuldsstaðir - landskipti 2022 - 2202011
Fyrir fundinum liggur erindi frá Pálínu Stefaníu, Elínu Kristbjörgu, Snjólaugu, Snæbirni, Margréti, Ingólfi og Árna Sigurðsbörnum sem fara fram á samþykki sveitarstjórnar við skráningu 11 lóða úr landi Höskuldsstaða. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur frá Guðmundi H. Gunnarssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2022-02-17.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi þá fyrir uppfærður lóðaruppdráttur þar sem greinilega kemur fram aðkomuleið að öllum lóðunum sem í hlut eiga.
4. Samkomugerði 1 - Umsókn um leyfi fyrir gestahúsi - 2112005
Nefndin heldur áfram umfjöllun um beiðni Sigurðar Ásgeirssonar, Samkomugerði 1, um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir gesta hús í landi jarðarinnar vestan Eyjafjarðarbrautar vestri. Afgreiðslu erindisins var frestað á 358. fundi nefndarinnar. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2022-10-22.
Staðsetning áformaðs gestahúss skarast við reiðveg (RH2) sem lagður var fyrir nokkrum árum með samþykki þáverandi landeiganda. Hestamannafélagið Funi hefur lýst því yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin ef framkvæmdaraðili hliðrar veginum staðbundið svo gestahúsið megi komast fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skirflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningatímabili telst erindið samþykkt.
5. Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 - 2109022
Fyrir fundinum liggur erindi frá Samkomugerði ehf. sem fer fram á samþykki sveitarstjórnar við byggingu tveggja frístundahúsa á landeigninni Samkomugerði 1 landspilda 1 (L219167). Afgreiðslu keimlíks erindis var frestað á 353. fundi nefndarinnar og er erindið sem nú liggur fyrir sett fram vegna athugasemda sem fram komu við umfjöllun um fyrra erindið. Erindinu fylgja hnitsett afstöðumynd dags. 2022-01-10 frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi og skriflegt samþykki eigenda Samkomugerðis 1 og Maríugerðis vegna áformanna.
Skipulagsnefnd bendir á að áformin kalli á breytingu á aðalskipulagi þar sem skilgreina þyrfti nýtt frístundasvæði á umræddu svæði. Með hliðsjón af því að hér er um lítinn fjölda húsa að ræða og að landið sem um ræðir er ekki vel fallið til ræktunar leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að málshefjendum sé heimilað að vinna deiliskipulag í samræmi við erindi sitt. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað verði eftir skipulagslýsingu vegna verkefnisins frá málshefjendum í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Brúarland - deiliskipulag íbúðarsvæðis ÍB15 - 2201015
Kynningartímabili skipulagslýsingar fyrir fyrirhugað íbúðarsvæði í landi Brúarlands (ÍB15) lauk 2022-02-14 og bárust 11 erindi á kynningartímabili lýsingarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að eiganda lóðarinnar L208303 sé veitt færi til að leggja fram skriflega tillögu að því hvernig skipuleggja megi lóðina í samræmi við erindi hans þannig að ákvæði aðalskipulags, laga og reglugerða auk sjálfsagðra gæðaviðmiða séu uppfyllt, og skuli tillöguteikningu þar að lútandi skilað til sveitarfélagsins innan þriggja vikna frá fundi sveitarstjórnar, þ.e. í síðasta lagi 17. mars 2022.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við mótun skipulagstillögu. Skipulagsnefnd áréttar að nýbyggingar sem standa nær landamerkjum en 35 m eru háðar samþykki eiganda aðliggjandi lands.
7. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023
Fyrir fundinum liggur erindi frá Lilju Filippusdóttur sem fyrir hönd S&A fasteigna ehf. óskar eftir að breytingar verði gerðar á deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu í landi Leifsstaða II sem samþykkt var að auglýsa skv. 41. gr. skipulagslaga á 360. fundi nefndarinnar. Breytingarnar felast í því að aðkomuleið er aðlöguð að athugasemdum Vegagerðarinnar.
Afgreiðslu erindisins er frestað.
8. Eyrarland - Deiliskipulag - 2109031
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni sem fyrir hönd landeigenda Eyrarlands leggur fram frekari útlistun á áformum um deiliskipulag 10 íbúðarlóða á íbúðarsvæði ÍB14 í landi Eyrarlands. Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi nefndarinnar 2021-10-04 og kallað eftir nánari upplýsingum um áformin.
Afgreiðslu erindisins er frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45