Dagskrá:
1. Samkomugerði 1 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - 2201011
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sigurði Ásgeirssyni sem óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna 31 ha skógræktar í landi Samkomugerðis 1.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar um fornleifaskráningarskýrslu áður en leyfið er gefið út. Einnig skal tekið tillit til reiðleiðar sem liggur gegnum hluta skógræktarsvæðisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt sé að svæðið sem um ræðir sé skógræktar- og landgræðslusvæði á skipulagsuppdrætti.
2. Leifsstaðabrúnir 8-10 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi - 2112006
Fyrir fundinum liggur erindi frá Valdemar Karli Kristinssyni sem fyrir hönd Bylgju Rúnu Aradóttur og Kristbjargar Minný Eggertsdóttur þar sem lagðar eru fram spurningar um mögulega skipulagsbreytingu í Leifsstaðabrúnum. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafist verði handa við breytingu á aðalskipulagi á þá leið að frístundabyggð við Leifsstaðaveg verði breytt í íbúðarsvæði og að eigendum frístundalóða á svæðinu verði veitt viðeigandi aðlögunartímabil til að framkvæma á lóðum sínum áður en landnotkun á hlutaðeigandi lóð er breytt. Samhliða þessari breytingu verði metið hvort marka eigi almenna stefnu í aðalskipulagi að heimilt sé að breyta frístundasvæðum í íbúðarsvæði í viðeigandi einingum þar sem aðstæður bjóða upp á slíkt.
3. Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar - 2010016
Athugasemdafrestur vegna auglýsingar deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar var til 12. ágúst sl. og bárust þrjú erindi á auglýsingartímabili skipulagstillögunnar. Auk þess liggur nú fyrir jákvæð umsögn Vegagerðarinnar um vegtengingu íbúðarsvæðisins við Eyjafjarðarbraut eystri. Nefndin fjallar um erindin í þeirri röð sem á eftir fer.
Athugasemdafrestur vegna auglýsingar deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar var til 12. ágúst sl. og bárust þrjú erindi á auglýsingartímabili skipulagstillögunnar. Auk þess liggur nú fyrir jákvæð umsögn Vegagerðarinnar um vegtengingu íbúðarsvæðisins við Eyjafjarðarbraut eystri. Skipulagsnefnd fjallar um erindin í þeirri röð sem á eftir fer:
1. erindi, sendandi Vegagerðin: Sendandi gerir athugasemd við staðsetningu vegtengingar skipulagssvæðisins við Eyjafjarðarbraut eystri í auglýstri skipulagstillögu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Auglýstri skipulagstillögu hefur verið breytt til að koma til móts við athugasemd um vegtengingu og liggur fyrir jákvæð umsögn um hina breyttu tillögu.
2. erindi, sendandi Norðurorka: sendandi gerir athguasemd við að í tillögunni komi fram að Norðurorka reki vatnsveitu á svæðinu.
Afgreiðlsa skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstri tillögu sé breytt í samræmi við athugasemd sendanda.
Ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir við skipulagstillöguna í erindi Minjastofnunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstri skipulagstillögu sé breytt í samræmi við afgreiðslu á erindum 1 og 2 og að svo breytt skipulagstillaga sé samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
4. Syðra-Dalsgerði - stækkun lóðar L172834 - 2201014
Sigurður G. Valdimarsson óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við stækkun lóðar fyrir sumarhús í landi Syðra-Dalsgerðis. Erindinu fylgir uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2021-12-07.
Skiplagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi fyrir skriflegt samþykki beggja landeigenda áður en skráning lóðarinnar fer fram.
5. Brúarland - beiðni um breytta landnotkun 2021 - 2112004
Fyrir fundinum liggur fyrirspurn frá Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu fyrir hönd Sveins Bjarnasonar varðandi breytta landnotkun í landi Brúarlands.
Skipulagsnefnd kallar eftir frekari upplýsingum um heildarmynd landeignarinnar sem um ræðir, byggingarmagn, aðgengi, fráveitu og annað slíkt. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
6. Höskuldsstaðir - stofnun lóðar v stækkunar Sökku - 2201006
Ingólfur Sigurðsson sækir um samþykki sveitarstjórnar við skráningu lóðar úr landi Höskuldsstaða. Lóðin er hugsuð sem stækkun lóðarinnar Sökku L196631. Erindinu fylgir uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2021-11-06.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins enda liggur ekki fyrir skriflegt samþykki allra eigenda landsins sem um ræðir.
7. Brúarland - deiliskipulag íbúðarsvæðis ÍB15 - 2201015
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu sem fyrir hönd Sveins Bjarnasonar fer fram á heimild til gerðar deiliskipulags fyrir 13 nýjar íbúðarlóðir á íbúðarsvæði ÍB15 í landi Brúarlands. Erindið gerir ráð fyrir að núverandi íbúðar- og útihús á Brúarlandi víki og að gildandi deiliskipulag fyrir syðsta hluta svæðisins falli úr gildi. Erindinu fylgir skipulagslýsing dags. 2022-01-17 og drög að deiliskipulagi dags. 2022-01-20.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingunni sé vísað í kynningarferli skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Arnarhóll lóð - umsókn um byggingarreit - 2201016
Jón Davíð Ásgeirsson sækir f.h. Kristjáns Þórs Víkingssonar um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir einbýlishús, bílgeymslu og gestahús á lóðinni Arnarhóll lóð L202907 úr landi bújarðarinnar Arnarhóls L152559. Erindinu fylgir uppdráttur frá Jóni Davíð dags. 2022-01-21 og skriflegt samþykki landeiganda.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en felur skipulagsfulltrúa að ræða við eiganda Arnarhóls L152559 um ráðstöfun byggingarheimilda sem fylgja jörðinni skv. gildandi aðalskipulagi. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15