Skipulagsnefnd

357. fundur 25. nóvember 2021 kl. 08:00 - 10:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Anna Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Sveitarstjórn mætti til fundar með skipulagsnefnd undir fundarliðum 1 og 3.
Dagskrá:

1. Verklagsreglur vegna deiliskipulags á vegum einkaaðila - 2111033
Fyrir fundinum liggur skjal með drögum að reglum og skilmálum sem lúta að deiliskipulagsgerð og gatnagerð einkaaðila í sveitarfélaginu.
Nefndin fjallar um fyrirliggjandi drög að verklagsreglum. Nefndin frestar afgreiðslu málsins.

2. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 - 1909004
Fyrir fundinum liggur uppfærð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna áforma um gistiþjónustu í landi Leifsstaða II. Tillagan hefur verið uppfærð vegna athugasemda sem Skipulagsstofnun setti fram í erindi sínu 2021-06-29.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga sem samþykkt var í kynningar- og auglýsingarferli á fundi sveitarstjórnar 2021-06-03 skuli einnig liggja frammi til kynningar með aðalskipulagstillögunni.

3. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Fyrir fundinum liggja drög að deiliskipulagstillögu fyrir Hrafnagilshverfi, uppdráttur dags. 2021-11-23 unninn af Teiknistofu arkitekta.
Nefndin fer yfir drög að deiliskipulagi með skipulagshönnuðum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samráð skuli haft við landeigendur innan þéttbýlismarka Hrafnagilshverfis vegna fyrirliggjandi skipulagstillögu og að vinni miðist við gildistöku deiliskipulags í byrjun maí 2022.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

Getum við bætt efni síðunnar?