Skipulagsnefnd

356. fundur 15. nóvember 2021 kl. 08:00 - 08:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Fellshlíð - Umsókn um leyfi fyrir skógrækt - 2111003
Elín Margrét Stefándóttir og Ævar Hreinsson sækja um framkvæmdaleyfi vegna 16,5 ha skógræktar í landi Fellshlíðar. Erindinu fylgir uppdráttur dags. 2021-06-21.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar áður en framkvæmdaleyfisbréf er gefið út.

3. Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi - 1911003
Fyrir fundinum liggur úrskurður Skipulagsstofnunar þar sem fram kemur að ný Eyjafjarðarbraut skuli ekki undirgangast umhverfismat.
Lagt fram til kynningar.

4. Fífilgerði - Umsókn um lóð - 2111016
Birkir Hauksson sækir f.h. hönd móður sinnar Hildar Sigursteinsdóttur um samþykki sveitarstjórnar við stofnun lóðar undir íbúðarhúsið í Fífilgerði. Erindinu fylgir uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi fyrir skriflegt samþykki eiganda áður en skráning lóðarinnar fer fram.

5. Umsókn um efnistöku - 2111018
Eyjafjarðarsveit sækir um framkvæmdaleyfi vegna 7.000 rúmmetra efnistöku á efnistökusvæði við Munkaþverá (E12). Skriflegt erindi landeiganda fylgir erindinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindi sér samþykkt.

6. Ósk um sameiningu jarðanna Kamb L152669 við Stóra-Hamar 1 L152778 yndir Stóra-Hamri - 2111023
Jóhann Jóhannesson sækir um samþykki sveitarstjórnar við sameiningu jarðanna Stóra-Hamars 1 L152778 og Kambs L152669.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstórn að erindið sé samþykkt, enda liggi fyrir skriflegt samþykki þinglýstra eigenda jarðanna.

2. Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Þórustaðavegar nr. 8479-01 af vegaskrá - 2111005
Lagt fram til kynninigar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45

 

Getum við bætt efni síðunnar?