Dagskrá:
1. Umsagnarbeiðni vegna endurskoðunar aðalskipulags Ásahrepps 2020-2032 - 2108019
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna.
2. Þverá-Golf ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna eftistöku úr landi Hólakots - 2108025
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
3. Mjölnir tréverk ehf. - Bakkatröð 48 - 2109002
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því skriflega yfir að ekki sé gerð athugasemd við skipulagsbreytinguna og telst erindið samþykkt ef ekki koma fram andmæli á grenndarkynningatímabili.
4. Vegagerðin - Framkvæmdir vegna viðgera á ræsi yfir Þverá - 2109004
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30