Dagskrá:
3. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023
Nefndin fjallar um erindi frá Skipulagsstofnun þar sem gerðar eru athugasemdir við auglýsingu aðalskipulagstillögu vegna framkvæmdaáforma í Leifsstöðum II.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að uppfæra aðalskipulagstillögu með hliðsjón af athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði byggingarreitur fyrir eitt frístundahús á landeigninni Leifsstöðum 2.
Samþykkt
1. Hrafnagilsskóli viðbygging - jarðvegsframkvæmd - 2108002
Sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit fer fram á framkvæmdaleyfi til að gera efnisskipti á hluta byggingarreits fyrir fyrirhugaðan leikskóla og að fergja þann hluta byggingarreitsins til að geta metið jarðvegssig og áhrif á aðliggjandi hús.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt
2. Hjallatröð 7 - bílskúr grenndarkynning - 2106026
Fyrir fundinum liggur erindi frá Einari Geirssyni, Hjallatröð 7, þar sem farið er fram á samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir bílskúr norðan við íbúðarhús á lóðinni. Fyrirhugaður bílskúr liggur upp að lóðarmörkum og liggur að hluta utan við skilgreindan byggingarreit í gildandi deiliskipulagi.
Fyrir fundinum liggur einnig erindi frá eigendum Hlébergs vegna málsins.
Ásta Pétursdóttir vék af fundi undir þessum fundarlið.
Skipulagsnefnd hefur skilning á sjónarmiðum nágranna varðandi áhrif framkvæmdarinnar á trjágróður norðan lóðarmarka. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að fram fari óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi Hjallatraðar á þá leið að heimilt verði að byggja bílskúr norðan við Hjallatröð 7 skv. erindi málshefjanda, enda verði sérfróðum aðila falið að úrfæra styrkingu á þeim trjám sem verða fyrir áhrifum af framkvæmdinni þannig að ekki verði tjón á þeim. Skal fullnægjandi styrking trjáanna vera forsenda þess að byggingarleyfi vegna bílskúrsins sé gefið út og skal skilmáli þessa efnis koma fram á breytingarblaði deiliskipulags.
Samþykkt
4. Deiliskipulag Stokkahlöðum - 1706002
Nefndin fjallar um athugasemdir sem borist hafa frá nágrönnum vegna auglýsingar deiliskipulags fyrir athafnasvæði á Stokkahlöðum.
Garðar Már Birgisson, Stokkahlöðum I, kemur á fund nefndarinnar undir þessum dagskrárlið.
Nefndin ræðir athugasemdir sem landeigendur Stokkahlaða I og II og umsjónarmenn skógarins í Botni hafa komið á framfæri.
Afgreiðslu málsins frestað þar til frekari gögn hafa borist.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00