Skipulagsnefnd

347. fundur 31. maí 2021 kl. 08:00 - 10:00
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð Hrafnagilsskóla unnin af Teiknistofu arkitekta dags. 2021-05-XX.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að bílastæðum norðan leikskóla sé fjölgað um 15 og ákvæði um fjölda stæða fyrir hreyfihamlaða sé samræmt við byggingarreglugerð og að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í kynningar- og auglýsingarferli skv. 4. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt

2. Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 3. áfanga - 2010040
Auglýsingartímabil skipulagstillögu fyrir þriðja áfanga íbúðarbyggðar í Kotru var 4. febrúar til 18. mars 2021 og bárust sex erindi vegna málsins. Skipulagsnefnd fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer.
1. erindi, sendandi Norðurorka.
Athugasemd a) Taka þarf tillit til stofnlagnar hitaveitu um skipulagssvæðið og setja kvöð vegna hennar á mæliblöð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagslefnd leggur til svið sveitarstjórn að hitaveituæð verði merkt inn á deiliskipulagsuppdrátt.
2. erindi, sendandi Landsnet.
Athugasemd a) Sendandi gerir athguasemd við að lóðir á skipulagssvæðinu skarist við línuleið Laxárlínu 1.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ákvæði sé bætt við deiliskipulag um að ekki sé heimilt að ráðast í uppbyggingu á lóðum sem skarast við helgunarsvæði Laxárlínu 1 fyrr en búið er að rífa línuna.
Athugasemd b) Sendandi tekur fram að tryggja þurfi aðgengi að Laxárlínu 1 vegna niðurrifs hennar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að aðkoma sé möguleg að Laxárlínu 1 um íbúðargötu og um skógræktarslóða og því sé aðgengi að línunni að líkindum óvíða betra á línuleið Laxárlínu 1 en innan skipulagssvæðisins.
3. erindi, sendandi Vegagerðin.
Athugasemd a) Sendandi gerir athugasemd við aðkomu að lóð 25 af Veigastaðavegi og telur að gera þurfi grein fyrir sjónlengdum ef valið er að hafa tengingu líkt og sýnt er á skipulagstillögu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd kallar eftir greinargerð um sjónlengdir við lóð nr. 25 sem lögð verður fyrir Vegagerðina til umsagnar.
Athugasemd b) Sendandi bendir á að byggingarreitir séu nær þjóðvegi en skipulagsreglugerð gerir ráð fyrir.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að undanþága ráðherra vegna fjarlægðar frá þjóðvegi liggi fyrir.
4. erindi, sendandi Guðmundur H. Gunnarsson.
Athugasemd a) Sendandi gerir athguasemd við að byggingarreitir á svæðinu séu teiknaðir þannig að þeir nái yfir nánast alla lóðina og breyti það verulega ásýnd svæðisins frá sem ráðgert er í gildandi deiliskipulagi.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Skipulagsnefnd telur að stórir byggingarreitir veiti möguleika til að aðlaga húsin að aðstæðum auk þess sem aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar gerir ráð fyrir að íbúðarbyggð í Kaupangssveit sé ekki skipulögð með "reglustrikuskipulagi" og hafi meiri fjölbreytileika en íbúðarbyggð í þéttbýli (kafli 4.2 í greinargerð aðalskipulags).
Athugasemd b) Sendandi gerir athugasemd við vegtengingu að lóð 25 og telur æskilegra að tengja lóðina við gatnakerfi Kotru milli lóða 23 og 24.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd hefur skilning á athugasemdinni en telur að ef unnt er að sýna fram á að umferðaröryggi við vegtengingu lóðar 25 sé fullnægjandi þá sé ekki ástæða til að hlutast til um aðra vegtenginu.
Athugasemd c) Sendandi gerir athugasemd við að ekki sé gert ráð fyrir leiksvæði innan skipulagssvæðisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að gert sé ráð fyrir opnu svæði austast á svipulagssvæðinu auk þess sem íbúðarlóðirnar séu það stórar að ríflegt pláss sé til útivistar innan lóðarmarka.
Athugasemd d) Sendandi gerir ráð fyrir að lóðarmörk og byggingarreitur lóðar 6 séu nærri landamerkjum Eyrarlands.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að sama landnotkun er beggja vegna við landamerki Kotru og Eyrarlands auk þess sem samþykki landeigenda Eyrarlands vegna fráviks frá 35 m reglu liggi fyrir. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að veita undanþágu frá 35m fjarlægðarreglu í kafla 4.4 í greinargerð aðalskipulags.

Ekki koma fram efnislegar athugasemdir við auglýsta skipulagstillögu í erindum Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar.
Að því gefnu að umferðaröryggi vegtengingar lóðar nr. 25 teljist fullnægjandi leggur skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýst deiliskipulagstillaga sé samþykkt óbreytt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
Samþykkt

3. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023
Aðalsteinn Stefnisson eigandi Leifsstaða II og Lilja Filippusdóttir frá Teiknistofu arkitekta koma á fund nefndarinnar og kynna drög að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í Leifsstöðum II.
Skipulagsnefnd telur mjög brýnt að fráveitumál séu leyst á þann hátt að fráveita frá Leifsstöðum II rýri ekki umhverfisgæði í nágrenni svæðisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ítarlegri grein skuli gera fyrir fráveitulausnum á svæðinu í skipulagsgögnum og að skipulagstillögunni sé vísað í kynningar- og auglýsingarferli skv. 4. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt

4. Deiliskipulag Stokkahlöðum - 1706002
Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir tvö atvinnuhús á athafnasvæði AT4 í landi Stokkahlaða.
Skipulagsnefnd lýsir áhyggjum af vegtengingu við núverandi Eyjafjarðarbraut og leggur til við sveitarstjórn að kallað verði eftir umsögn fagkunnugs aðila um umferðaröryggi vegtengingarinnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillögunni sé vísað í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt

5. Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar - 2010016
Nefndin fjallar um deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði ÍB28 í landi Bjarkar með hliðsjón af lögmannsáæliti sem unnið hefur verið fyrir sveitarfélagið varðandi "sólarlagsákvæði" í skipulagsáætlunum fyrir íbúðarsvæði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að "sólarlagsákvæði" sem fyrirskrifað var á 564. fundi nefndarinnar verði mildað á þann hátt að ef byggingarheimildir verða ónýttar eftir 10 ár þá geti sveitarfélagið veitt landeigendum 2 ára frest til að nýta heimildina ella megi gera ráð fyrir að byggingarheimildin verði felld úr gildi. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt

6. Hranastaðir - umsókn um byggingarreit fyrir varphús - 2105033
Ásta Pétusdóttir og Arnar Árnason óska eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir nýtt varphús austan við varphús sem fyrir er. Erindinu fylgir uppdráttur.
Afgreiðslu erindisins er frestað.
Samþykkt

7. Flokkun landbúnaðarlands - samræmdar leiðbeiningar ráðuneytis - 2103021
Skipulagsnefnd fjallar um skipan vinnuhóps vegna mats landbúnaðarlands í sveitarfélaginu samkvæmt nýjum leiðbeiningum landbúnaðarráðuneytis.
Afgreiðslu erindisins er frestað.
Samþykkt

8. Sólbrekka - nafn á lóð í landi Vökulands 2 - 2105027
Steinar Ingi Gunnarsson biður fyrir hönd Grettis Hjörleifssonar um samþykki sveitarstjórnar við nafngiftinni Sólbrekka á lóð fyrir nýtt einbýlishús í landi Vökulands 2.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt

9. Leifsstaðir land (Systralundur) - landskipti - 2105034
Andrea Olsen fer f.h. eigenda Leifsstaða lands (L189171) fram á samþykki sveitarstjórnar við skiptingu lóðarinnar í tvennt skv. uppdrætti frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2021-05-26. Sömuleiðis er óskað eftir samþykki sveitarstjórnar við nafngiftunum Systralundur I og II á hinar nýju landeignir.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Samþykkt

 

Fleira ekki gert fundi slitið klukkan 10:00

Getum við bætt efni síðunnar?