Skipulagsnefnd

346. fundur 18. maí 2021 kl. 15:00 - 18:30
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Kroppur - Íbúðasvæði - 2104003
Fyrir fundinum liggur erindi frá Viðari Helgasyni sem f.h. Ölduhverfis ehf. óskar eftir endurskoðun á ákvörðun sveitarstjórnar á fundi 538 þann 2019-11-14 þar sem beiðni um breytingu á aðalskipulagi til aukningar á byggingarheimildum á íbúðarsvæði ÍB8 í landi Kropps var synjað. Erindinu fylgir skipulagsuppdráttur af fyrirhugaðri íbúðarbyggð á svæði ÍB8 í landi Kropps frá Sigurði Einarssyni hjá Batterí arkitektum dags. 2021-04-06. Fyrir fundinum liggur einnig minnisblað Lögmannsstofu Norðurlands dags. 2021-05-15 um deiliskipulag íbúðarbyggðar í Eyjafjarðarsveit.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart því að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 á þá leið að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB8 verði auknar úr 80 til 100 íbúðum í u.þ.b. 212 líkt og farið var fram á í erindi frá Sigurði Einarssyni f.h. Ölduhverfis ehf. 2019-08-15, enda verði skilmálar um áfangaskiptingu deiliskipulags og uppbyggingarhraða sömuleiðis færðir inn í aðalskipulag. Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart því að Ölduhverfi verði heimilað að deiliskipuleggja fyrsta áfanga ofangreinds íbúðarsvæðis sem myndi telja u.þ.b. 50 íbúðir. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Ölduhverfi ehf. sé falið að leggja fram skipulagslýsingu vegna skipulagsverkefnisins þar sem gerð sé grein fyrir því hvaða hluti íbúðarsvæðisins tilheyri fyrsta áfanga. Skipulagsnefnd leggur ennfremur til við sveitarstjórn að gerð sé krafa um að áður en deiliskipulag öðlast gildi liggi fyrir samkomulag Ölduhverfis ehf. og Eyjafjarðarsveitar um uppbyggingu gatna, fráveitu og eignarhald íbúðarlóða og opinna svæða. Loks bendir skipulagsnefnd á að taka þurfi tillit til snjósöfnunarsvæða í hverfinu og að gangstétt vanti öðru megin í Hringöldu eða að gatan þurfi að skilgreinast sem vistgata.
Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður sat fundinn undir umfjöllun þessa liðar.
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundinum undir umfjöllun þessa liðar.
Samþykkt

2. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Fyrir fundinum liggja drög að deiliskipulagi Hrafnagilshverfis, unnin af Lilju Filippusdóttur og Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu arkitekta dags.
Fjallað er um skipulagsdrög. Samþykkt er að koma athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum á framfæri við skipulagshönnuð til viðbótar við fyrri athugasemdir.

Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?