Skipulagsnefnd

341. fundur 06. apríl 2021 kl. 15:00 - 17:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Steinar Ingi Gunnarsson - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2103032
Steinar Ingi Gunnarsson sækir um framkvæmdaleyfi til lagningar vegtengingar að nýju einbýlishús í landi Vökulands. Erindinu fylgir uppdráttur frá Jónasi Vigfússyni dags. 2021-02-10.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, en að gerð verði krafa um að samþykki landeiganda liggi fyrir áður en leyfisbréf er gefið út.
Samþykkt

2. Punktur - Umsókn um breytta landnotkun í aðalskipulagi - 2103037
Sindri Björn Hreiðarsson og Gunnur Ýr Stefánsdóttir fara fram á að landnotkunarflokki landeignar þeirra Punkts (L152825) sé breytt í aðalskipulagi sveitarfélagsins þannig að hún sé skilgreind alfarið sem íbúðarsvæði í stað þess að vera að hluta íbúðarsvæði og að hluta landbúnaðarsvæði eins og nú er.
Skipulagsnefnd telur að ítarlegri upplýsingar um áform landeigenda þurfi að liggja fyrir áður en tekin er ákvörðun um breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
Samþykkt

3. Punktur - Umsókn um samþykki við byggingarreit fyrir gestahús - 2103036
Sindri Björn Hreiðarsson og Gunnur Ýr Stefánsdóttir sækja um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir 40 fm gestahús á landeigninni Punkti L152825. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2021-01-26.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsi því yfir að þeir geri ekki athguasemd og að erindið teljist samþykkt ef engin andmæli berast á grenndarkynningartímabili.
Samþykkt

4. Leifsstaðabrúnir 5 - Byggingarreitur og undanþágur frá skilmálum - 2103039
Skúli Magnússon sækir um samþykki sveitarstjórnar til að víkja frá skilmálum deiliskipulags fyrir frístundabyggðina Leifsstaðabrúnir, sem gildi tók 1990-10-24, varðandi stærð húss, þakgerð og staðsetningu byggingarreits.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Leifsstaðabrúna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem tekur til lóðar nr. 5, og að breytingartillögu verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við tillöguna og að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.
Samþykkt

5. Espigerði - Breytingartillaga á deiliskipulagi - 1706026
Athugasemdafrestur vegna deiliskipulagstillögu fyrir landeignirnar Espigerði og Birkitröð við Leifsstaðabrúnir rann út 1. apríl sl. og bárust 4 erindi á auglýsingingartímabilinu. Skipulagsnefnd fjallar um erindin í þeirri röð sem á eftir fer.
1. erindi, sendandi Umhverfisstofnun.
Sendandi gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
2. erindi, sendandi Minjastofnun.
Sendandi gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
3. erindi, sendandi Norðurorka.
Athugasemd a) Sendandi fer fram á að í deiliskipulagi komi fram kvöð á lóðir í deiliskipulagi vegna aðveituæða hitaveitu og kalds vatns.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðveituæðir hitaveitu og kalds vatns séu merktar inn á deiliskipulag og settir inn viðeigandi skilmálar um mannvirkjagerð og framkvæmdir kringum langnirnar.
4. erindi, sendandi Helgi Jóhannesson
Athugasemd a) Sendandi tekur fram að alltaf hafi verið litið til að land hans, Leifstaðabrúnir 16-17-18 og 21-22-23, sé og yrði frístundabyggð. Sendandi gerir þrátt fyrir ofangreint ekki alvarlega athugasemd við það að þar sé breyting á, þrátt fyrir að sendandi vilji áfram að um ræddi frístundabyggð í heild sinni.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að skipulagssvæði auglýstrar skipulagstillögu hafi síðan árið 2007 verið skilgreint sem íbúðarsvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins og ekki felist nein stefnubreyting hvað það varðar í skipulagstillögunni. Skipulagstillagan tekur ekki heldur til lands sendanda, sem er og verður þar til annað er ákveðið flokkað sem frístundabyggð í aðalskipulagi.
Athugasemd b) Sendandi telur að ef byggð væru stór heilsárshús ofan Arnarholtsvegar væri næði á landeign sinni verulega skert. Sendandi gerir því alvarlegar athugasemdir við auglýst byggingarmagn húsa á lóðunum Espigerði 1709 og nýju lóðinni 2383 með aðkomu að Arnarholtsvegi. Um ræðir byggingarmagn 350-450 m2. Hér telur sendandi að helminga ætti byggingamagnið ekki síst í ljósi þess hve lóðirnar eru litlar og þröngt um þær m.t.t. gatnekerfis.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að skipulagssvæði auglýstrar skipulagstillögu hafi um langt skeið verið skilgreint sem íbúðarsvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins og þar með hafi það um langt skeið verið yfirlýst stefna sveitarfélagsins að svæðið sé nýtt til íbúðarbyggðar. Viðbúið sé að næstu nágrannar verði þess varir að uppbygging fari fram á umræddu svæði en skipulagsnefnd telur það ekki tilefni til þess að nýtingarheimildir svæðisins samkvæmt aðalskipulagi séu skertar. Með hliðsjón af byggðarmynstri íbúðarbyggðar á svæðinu telur nefndin óæskilegt að nýtingarhlutfall lóðanna sé meira en 0,15 og að byggingarheimild á lóð 1 væri því 250 fm í stað 350 fm í auglýstri skipulagstillögu.
Athugasemd c) Sendandi telur að liðin ár virðist sem aukin krafa sé á að moka veginn tíðar og koma snjónum fyrir í landi sendanda, neðan vegar. Fjöldi trjáa eru skemmd eftir tækin og virðist sem verið sé að minna sendanda á veghelgunarsvæðið og mátt þess. Hér ber að líta til að þess að vegurinn var niðurgrafinn slóði um 1960, líkast með takmörkuðu veghelgunarsvæði og aldrei, svo sendandi þekki, hefur það verið aukið eða stækkað. Allt ber þetta vott um að verið er að þrengja að frístundabyggð sendanda sem áður var í friði og skipulögð sem slík.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að skipulagssvæði auglýstrar skipulagstillögu hafi um langt skeið verið skilgreint sem íbúðarbyggð í aðalskipulagi en ekki sem frístundabyggð eins og fram kemur í erindi sendanda. Skipulagsnefnd telur sér ekki unnt að svara fyrir verklag Vegagerðarinnar við snjómokstur á Arnarholtsvegi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýst skipulagstillaga sé samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í afgreiðslu á athugasemdum 3 og 4 b). Auk þess skuli merkja staðföng lóða 1 og 2 í samræmi við það sem áður var samþykkt (Oddi og Kvos). Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku svo breytts deiliskipulags.
Samþykkt

6. Þórustaðir - Deiliskipulagsbreyting - 2003028
Athugasemdafrestur vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þórustaða 2 rann út 12. janúar sl. og bárust þrjú erindi á auglýsingartímabilinu.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Norðurorku sem ekki gerðu athugasemd við auglýsta skipulagstillögu. Vegagerðin fór í umsögn sinni fram á að veghelgunarsvæði Eyjafjarðarbrautar eystri sé leiðrétt og leggur skipulagsnefnd við sveitarstjórn að svo breytt deiliskipulag sé samþykkt og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
Samþykkt

7. Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 3. áfanga - 2010040
Athguasemdafrestur vegna deiliskipulagstillögu þriðja áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru rann út 18. mars sl. og bárust sex erindi á auglýsingartímabilinu. Nefndin fjallar um innkomin erindi sem og um framvindu framkvæmda í Kotru og frávik frá deiliskipulagi fyrri áfanga sem komið hafa í ljós.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðlsu málsins.
Samþykkt

8. Flokkun landbúnaðarlands - samræmdar leiðbeiningar ráðuneytis - 2103021
Nefndin fjallar um skipan starfshóps vegna mats landbúnaðarlands í sveitarfélaginu samkvæmt samræmdum leiðbeiningum landbúnaðarráðuneytis.
Skipulagsnefnd mun kortleggja umfang verkefnisins og frestar afgreiðslu málsins.
Samþykkt

9. Fundaáætlun skipulagsnefndar vor 2021 - 2104001
Nefndin fjallar um fundaáætlun næstu mánaða en ráðgert er að nefndin hittist á tveggja vikna fresti fram að sumarleyfi. Ráðgert er að fundir nefndarinnar séu kl. 8:00 til 9:30 dagana 19. apríl, 3., 17., og 31. maí og 14. júní.
Skipulagsnefnd samþykkir fundaáætlunina.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

Getum við bætt efni síðunnar?