Skipulagsnefnd

337. fundur 11. janúar 2021 kl. 15:00 - 19:10 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

2. Ytri-Varðgjá - baðstaður og skipulag - 2010045
Kynningartímabili skipulagslýsingar deiliskipulags og aðalskipulagsbreytingar vegna baðstaðar í Ytri-Varðgjá lauk 22. desember sl. og bárust 10 erindi vegna málsins. Nefndin fjallar um innkomin erindi.
Ennfremur fjallar nefndin um tillögu að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi sem fyrir fundinum liggja, unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dags. 2021-01-11.
Skipulagsnefnd fer fram á að þrívíddarmyndum af fyrrihugaðri uppbyggingu sé bætt við skipulagsgögn og auk þess fer nefndin fram á að gerð sé grein fyrir áhrifum framkvæmdarinnar á fuglalíf á svæðinu í greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjón samþykkt verði að vísa svo breyttum skipulagstillögum í auglýsingu skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur einnig til að á auglýsingartímabili verði sérstaklega kallað verði eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands um möguleg áhrif framkvæmda á verndarhagsmuni viðvíkjandi svæði 510 á náttúruminjaskrá.
Samþykkt

3. Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 3. áfanga - 2010040
Fyrir fundinum liggja drög að skipulagsuppdrætti og skipulagsgreinargerð fyrir 3. áfanga deiliskipulags Kotru unnin af Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta dags. 2020-12-03.
Skipulagsnefnd fer fram á að ákvæði um skylduaðild íbúðarlóða að götufélagi sem hefur ábyrgð á gerð og rekstri fráveitu og götu verði bætt við greinargerð deiliskipulags. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að svo breyttri skipulagstillögu verði vísað í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd bendir ennfremur á að krafa skipulagsreglugerðar um 100 m fjarlægð frá tengivegi að íbúðarhúsi virðist ekki vera uppfyllt á vestustu lóðunum. Skipulagsnefnd telur í ljósi fordæma af svæðinu að skipulagsvaldið geti fyrir sitt leyti samþykkt frávik vegna lóðanna en minnir á að afla þurfi undanþáguheimildar frá ráðherra áður en skipulagið getur tekið gildi.
Samþykkt

4. Öngulsstaðir 4 - 2012011
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni sem fyrir hönd eigenda Öngulsstaða 2 (L152863), Öngulsstaða 3 (L152861) og Öngulsstaða IV (L194461) sækir um samþykki sveitarstjórnar við eftirfarandi landskiptum: Stofnun 8467 fm lóðar úr landi Öngulsstaða 2 og 8109 fm lóðar úr landi Öngulsstaða 3, en báðar lóðirnar skulu eftir stofnun sameinast landeigninni Öngulsstaðir IV.
Samþykki allra hlutaðeigandi landeigenda þarf að liggja fyrir áður en erindið er afgreitt og skipulagsnefnd frestar því erindinu.
Samþykkt

5. Árbær - Finnastaðir - Umsókn um leyfi til gerðar deiliskipulags á hluta jarðar - 2011041
Fyrir fundinum liggur erindi Ingólfi Frey Guðmundssyni hjá Kollgátu sem fyrir hönd Ármanns Ketilssonar óskar eftir heimild til gerðar deiliskipulags fyrir tvö einbýlishús, eitt hesthús og tvö gestahús á jörðinni Finnastöðum L152594.
Í erindinu felst að málsaðili fellur frá keimlíku erindi sem nefndin fjallaði um á 316. fundi sínum þann 2019-11-29.
Skipulagsnefnd bendir á að í kafla 4.2 í greinargerð Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 komi fram að gert sé ráð fyrir að uppbygging íbúðarhúsnæðis utan Hrafnagilshverfis verði aðeins á þegar skilgreindum íbúðarsvæðum og að talið sé að þau svæði uppfylli þörf fyrir íbúðarbyggð á skipulagstímabilinu. Svæðið sem vísað til í erindinu er flokkað sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi og leggur skipulagsnefnd því til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað.
Sigurlaug Leifsdóttir leggur fram sérbókun á þá leið að heimila mætti uppbyggingu af þessu tagi með betur ígrundaðri staðsetningu húsa á grundvelli almennra ákvæða um eflingu Eyjafjarðarsveitar á öllum sviðum í kafla 4.2 í greinargerð gildandi aðalskipulags.
Samþykkt

6. Akureyrarkaupstaður - Breytingar á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir Holtahverfi og 2 minni breytingar - 2012012
Fyrir fundinum liggur erindi frá Akureyrarbæ þar sem óskað er eftur umsögnum um tillögur að deiliskipulagi og aðalskipulagsbreytingu vegna Holtahverfis norður á Akureyri. Alls er um eina aðalskipulagstillögu og þrjár deiliskipulagstillögur að ræða sem nú eru í auglýsingarferli skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við tillögurnar.
Samþykkt

7. Bakkatröð - deiliskipulag 2020 - 2010014
Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bakkatraðar sem unnin er af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu arkitekta dags. 2020-11-05. Breytingin lýtur að breytingu á lóðarmörkum lóða 11, 13, 19 og 21 sem miða að því að fullnægjandi fjarlægð sé milli aðliggjandi gafla húsa nr. 9 og 11 annarsvegar og 21 og 23 hinsvegar. Auk þess er lóðarmörkum lóðar nr. 9 hliðrað um 2,5 m til austurs og flatarmál raðhúsalóðar 26-30 er leiðrétt.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vísa skiplagsbreytingunni í grenndarkynningu á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og að skipulagsbreytingin teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.
Samþykkt

8. Akureyrarkaupstaður - Breyting á aðalskipulagi vegna Oddeyrar - 2101003
Fyrir fundinum liggur erindi frá Akureyrarbæ sem óskar eftir umsögn um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-2030 sem tekur til áforma um byggingu fjölbýlishúsa við Strandgötu á Oddeyri. Tillagan er nú í auglýsingarferli skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna.
Samþykkt

9. Öngulsstaðir - Deiliskipulag - 2011042
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni sem kynnir hugmyndir að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði ÍB26 í landi Öngulsstaða. Erindinu fylgir kynning frá Basalt arkitektum dags. september 2020.
Skipulagsnefnd minnir á fjarlægðarkröfur aðalskipulags frá landamerkjum (35 m) og skipulagsreglugerðar frá tengivegi (100 m). Að öðru leyti tekur nefndin jákvætt í erindið og fer fram á að málshefjandi leggi fram skipulagslýsingu skv. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt

10. Stokkahlaðir - Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá - 2011015
Nefndin heldur áfram umfjöllun um erindi frá Rafni Helgasyni þar sem óskað er samþykkis sveitarstjórnar við stofnun tveggja landeigna úr landi Stokkahlaða. Afgreiðslu erindisins var frestað á 336. fundi nefndarinnar. Nú hafa borist uppfærðir uppdrættir frá Hákoni Jenssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar þar sem ítarlegri grein er gerð fyrir aðliggjandi landeignum en gert var á uppdráttum sem lágu fyrir við fyrri umfjöllun.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda verði skriflegu samþykki eigenda aðliggjandi lands aflað og skilað inn til sveitastjórnar áður en landeignirnar eru stofnaðar.
Samþykkt

11. Samband íslenskra sveitarfélaga - Viðbætur við landsskipulagsstefnu 2015-2026 - 2101002
Fyrir fundinum liggur umsagnarbeiðni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna viðbóta við landsskipulagsstefnu sem nú eru í kynningarferli.
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt

12. Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar - 2010016
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir tvær íbúðarlóðir á íbúðarsvæði ÍB28 í landi Bjarkar (landeign L210665), unnin af Teiknistofu arkitekta dags. 2021-01-08.
Skipulagsnefnd áréttar bókun sína um sama mál á 336. fundi þar sem fram kemur að krafa um 150 m frá frístundahúsi að íbúðarhúsi eigi ekki við um íbúðarsvæðið í landi Bjarkar. Skipulagsnefnd gerir ekki aðrar athugasemdir við skipulagslýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að lýsingunni verði vísað í lögformlegt kynningarferli.
Samþykkt

13. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 - 1909004
Fyrir fundinum liggja fimm skipulagsuppdrættir sem gera grein eftirtöldum breytingum sem fyrirhugaðar eru á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030: Verslunar- og þjónustusvæði í Byttunesi, verslunar- og þjónustusvæði í Hólsgerði-Úlfá, stækkun íbúðarsvæðis ÍB25 í landi Jódísarstaða, stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í landi Leifsstaða 2, og skilgreining skógræktarsvæði í landi Teigs, Árbakka, Syðri-Varðgjár og Kotru. Uppdrættirnir eru unnir af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dags. 2020-10-30 og 2020-12-22.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillögur vegna verslunar- og þjónustusvæða í Hólsgerði-Úlfá, stækkunar íbúðarsvæðis ÍB25 í landi Jódísarstaða, stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í landi Leifsstaða 2, og skilgreiningar skógræktarsvæði í landi Teigs, Árbakka, Syðri-Varðgjár og Kotru verði samþykktar í lögformlegt auglýsingarsferli skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagasnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga um verslunar- og þjónustusvæði í Byttunesi bíði um sinn og hafi frekar samflot með öðrum breytingum sem til koma vegna deiliskipulagningar Hrafnagilshverfis sem nú stendur yfir.
Samþykkt

1. Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi - 1911003
Margrét Silja Þorkelsdóttir deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri kemur á fund nefndarinnar og gerir grein fyrir stöðu undirbúnings vegna lagningar nýrrar Eyjafjarðarbrautar vestri við Hrafnagil.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10

Getum við bætt efni síðunnar?