Skipulagsnefnd

336. fundur 23. nóvember 2020 kl. 15:00 - 18:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfullrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Helgi Þórsson - Um mörk Akureyrar og sameiginlegs lands Kristness og Reykhúsa - 2011005
Fyrir fundinum liggur afrit af erindi Helga Þórssonar í Kristnesi til Akureyrarbæjar þar sem gerð er athugasemd við merkingu sveitarfélagsmarka á kortum sem bærinn hefur látið útbúa. Erindið er stutt mörgum gögnum, m.a. landamerkjalýsingu úr dómsmálabók frá 1925 og fleiri gögnum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra sé falið að fylgja málinu eftir þannig að uppdrættir í skipulaginu séu samkvæmt landamerkjalýsingum.
Samþykkt

2. Kotra 14 - Umsókn um framkvæmdarleyfi - 2011012
Guðmundur Bragason sækir um framkvæmdaleyfi til að hafa efnisskipti fyrir einbýlishús á lóðinni Kotru 14 í Eyjafjarðarsveit. Erindinu fylgja uppdrættir á vinnslustigi frá Valbirni Vilhjálmssyni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt

3. Heiðartún - Ósk um frávik frá byggingarreit - 2011013
Fyrir fundinum liggur erindi frá Birni Steinari Sólbergssyni sem óskar eftir samþykki sveitarstjórnar til að reisa bílskúr sem stendur 2,29 metra út fyrir byggingarreit eins og hann er skilgreindur í gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við málið. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast athugasemdir.
Samþykkt

4. Hvammur efnisnám 2020 - 2010013
Fyrir fundinum liggur erindi frá Herði Snorrasyni sem fyrir hönd Heimavallar ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna veglagningar að fyrirhuguðum efnistökustað við Pollaklöpp. Afgreiðslu erindisins var frestað á 333. fundi skipulagsnefndar. Erindinu fylgir uppdráttur frá Árna Ólasyni hjá Teiknistofu arkitekta sem sýnir breytta hönnun gatnamóta efnistökuvegar við heimreið að Hvammi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og að framkvæmdaleyfi vegna veglagningarinnar verði gefið út.
Samþykkt

5. Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna skógræktar á Þormóðsstöðum - 2011019
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sigtryggi Herbertssyni og Berglindi Óðinsdóttur þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á 52 ha svæði í landi Þormóðsstaða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda liggi fyrir skráningarskýrsla vegna fornminja áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
Samþykkt

6. Stokkahlaðir - Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá - 2011015
Fyrir fundinum liggur erindi frá Rafni Helgasyni þar sem óskað er samþykkis sveitarstjórnar við skiptingar tveggja landeigna út úr Stokkahlöðum 2 (Teigsgerði 13,37 ha og Hlaðir og 11,32 ha).
Skipulagsnefnd telur þörf á greinilegri uppdráttum af landeignunum, sér í lagi varðandi upplýsingar um aðliggjandi landeignir, áður en ákvörðun er tekin í málinu. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
Samþykkt

7. Rein 4 - Umsókn um leyfi fyrir íbúðarhúsi - 2010041
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn Snjólaugar Sigurðardóttur og Benedikts Smára Ólafssonar um byggingarreit fyrir einbýlishús á landeigninni Rein IV. Afgreiðslu erindisins var frestað á 334. fundi nefndarinnar. Fyrir fundinum liggur minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem aðalskipulagsskilmálar sem um landeignina eiga eru raktir frá 1998 til 2020.
Skipulagsnefnd telur að unnt sé að heimila byggingu íbúðarhúss á landeigninni Rein IV, enda gildi fjarlægðarkrafa um 150 m fjarlægð milli íbúðar- og frístundasvæða sem færð var inn í aðalskipulag sveitarfélagsins árið 2014, ekki um íbúðar- og frístundasvæði sem þá þegar voru inni í skipulagi. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að vinna deiliskipulag vegna ofangreindra áforma. Skipulagsnefnd beinir þeim tilmælum til umsækjenda að fjarlægð milli íbúðarhúss og frístundahúsa í landi Þverár verði höfð eins mikil og unnt er.
Samþykkt

8. Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar - 2010016
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn Theodórs Kristjáns Gunnarssonar og Juliu Gunnarsson um heimild til vinnslu deiliskipulags á landeigninni Björk landspilda L210665. Afgreiðslu erindisins var frestað á 334. fundi nefndarinnar. Nefndin hefur við umfjöllun sína hliðsjón af minnisblaði skipulags- og byggingarfulltrúa um skipulagsskilmála í landi Reinar, sjá 7. fundarlið, enda eru málavextir sambærilegir í þessu máli.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og umsækjendum sé heimilað að vinna deiliskipulag fyrir tvö hús á landeigninni, enda eigi krafa um 150 m aðskilnað milli frístunda- og íbúðarsvæða sem bætt var við aðalskipulag sveitarfélagsins árið 2014, ekki við um íbúðar- og frístundasvæði sem þá þegar voru á skipulagi. Ekki er fallist á beiðni umsækjenda um að fallið verði frá gerð skipulagslýsingar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykki annarra eigenda íbúðarsvæðis ÍB28 liggi fyrir áður en skipulagslýsing fer í kynningu.
Samþykkt

9. Vökuland II - Umsókn um byggingareit - 2010011
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn Grettis Hjörleifssonar um byggingarreit fyrir einbýlishús í landi Vökulands II, en afgreiðslu erindisins var frestað á 334. fundi nefndarinnar. Fyrir fundinum liggur umsögn eiganda Syðra-Laugalands þar sem veitt er samþykki fyrir því að bygging standi nær landamerkjum en 35 m en sömuleiðis farið fram á að frávik frá fjarlægðarkröfu verði eins lítið og unnt er. Fyrir fundinum liggur einnig samantekt skipulags- og byggingarfulltrúa um skipulagsskilmála sem um umrætt land eiga.
Skipulagsnefnd bendir á að fjarlægð byggingarreits frá landamerkjum að Syðra-Laugalandi víkur langt frá kröfu aðalskipulags um 35 m fjarlægð bygginga frá landamerkjum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda sé gert að hliðra byggingarreit þannig að 25 metrar séu frá mörkum hans að landamerkjum að Syðra-Laugalandi og að umsóknin sé samþykkt á þeim forsendum. Skipulagsnefnd tekur fram að ástæða þess að fyrrgreind undanþága sé lögð til sé að lágmarka skerðingu á góðu landbúnaðarlandi.
Hermann Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu þessa máls.
Samþykkt

11. Ósk um nafnabreytingu í Espigrund og Espigrund II - 2011022
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jóhannesi Ævari Jónssyni, Ástu G. Sveinsdóttur, Kristni Viðari Jónssyni og Sigurlaugu Björnsdóttur þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar við eftirfarandi:
Að nafni jarðarinnar Espigrund F2158499 verði breytt í Espigrund II.
Að nafni íbúðarhússlóðarinnar Espigrund lóð F2322433 verði breytt í Espigrund.
Jóhannes Ævar Jónsson víkur af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt

12. Torfur - Umsókn um leyfi fyrir skógrækt - 2011027
Fyrir fundinum liggur erindi frá Söru Maríu Davíðsdóttur og Þóri Níelssyni eftir framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á 15 ha svæði í landi Torfna.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda verði gildri skráningu fornminja á samningssvæðinu framvísað áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
Samþykkt

13. Fyrirspurn um leyfi fyrir lögheimilisskráningu - 2011023
Anna María Sigurðardóttir og Ásbjörn Gíslason fara fram á umsögn sveitarstjórnar varðandi áform um að breyta skráningu frístundahúss í landi Grundar í íbúðarhús.
Skipulagsnefnd leggst ekki gegn því að skráningu húsnæðisins sé breytt í íbúðarhús en minnir á að um byggingarleyfisskylda ráðstöfun er að ræða. Skipulagsnefnd bendir ennfremur á að ekki fylgja byggingarheimildir með landeignum sem stofnaðar hafa verið við húsið og vikið er að í umsókn.
Samþykkt

14. Miðgerði - Umsókn um leyfi fyrir skógrækt - 2011026
Fyrir fundinum liggur erindi frá Söru Maríu Davíðsdóttur og Þóri Níelssyni eftir framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á 20 ha svæði í landi Miðgerðis.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda verði gildri skráningu fornminja á samningssvæðinu framvísað áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
Samþykkt

15. Ytri-Varðgjá - baðstaður og skipulag - 2010045
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni sem fyrir hönd Skógarbaða ehf. óskar eftir heimild Sveitarstjórnar til að vinna deiliskipulag á 2,3 ha svæði í landi Ytri-Varðgjár vegna baðstaðar. Erindinu fylgir skipulagslýsing.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og að samhliða verði unnin tilheyrandi breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd minnir á að mikilvægt sé að taka tillit til fuglalífs og náttúrufars við undirbúning framkvæmda á svæðinu.
Samþykkt

16. Fjárhagsáætlun 2021 - Skipulagsnefnd - 2010024
Skipulagsnefnd samþykkir kynnt drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar árið 2021.
Samþykkt

10. Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Sölvadalsvegar nr. 827-01 af vegaskrá - 2011030
Erindi Vegagerðarinnar til Þrastar Bjarna Eyþórssonar vegna niðurfellingu Sölvadalsvegar úr vegaskrá lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?