Dagskrá:
1. Ytri-Varðgjá - baðstaður og skipulag - 2010045
Finnur Aðalbjörnsson kemur á fund nefndarinnar og lýsir áformum um baðstað í landi Ytri-Varðgjár. Einnig er rætt um önnur framkvæmdaáform í landi jarðarinnar.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í áform um baðstað í landi Ytri-Varðgjár og kallar eftir formlegu erindi frá landeiganda vegna áformanna.
Samþykkt
2. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Kynningartímabili skipulagslýsingar vegna deiliskipulags Hrafnagilshverfis lauk 19. október sl. og bárust alls 10 erindi vegna lýsingarinnar. Nefndin fjallar um innkomin erindi ásamt skipulagsráðgjöfum Lilju Filippusdóttur og Árna Ólafssyni.
Nefndin stefnir á að funda með landeigendum vegna skipulags einkalands um leið og færi gefst með tilliti til sóttvarnarráðstafana.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45