Skipulagsnefnd

334. fundur 02. nóvember 2020 kl. 15:00 - 17:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jóhannes Ævar Jónsson formaður

Dagskrá:

1. Rein 4 - Umsókn um leyfi fyrir íbúðarhúsi - 2010041
Fyrir fundinum liggur erindi frá Snjólaugu Sigurðardóttur og Benedikt Smára Ólafssyni sem óska eftir samþykki sveitarsjórnar við bygggingarreit fyrir einbýlishús á lóðinni Rein IV. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni á hjá BSE dags. 2020-10-24.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til ítarlegri gagna hefur verið aflað.
Samþykkt

2. Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar - 2010016
Fyrir fundinum liggur erindi frá Theodóri Gunnarssyni og Juliu Gunnarsson sem óska eftir heimild sveitarstjórnar til að vinna deiliskipulag fyrir tvö einbýlishús á landeigninni Björk landspilda L210665.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til ítarlegri gagna hefur verið aflað.
Samþykkt

3. Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 3. áfanga - 2010040
Fyrir fundinum liggur eridni frá Stalli ehf. sem óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að vinna deiliskipulag fyrir 3. áfanga íbúaðarsvæðisins í Kotru á landnotkunarreit sem auðkenndur er ÍB13 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og að málshefjanda verði heimilað að vinna deiliskipulag á grundvelli 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt

4. Vökuland II - Umsókn um byggingareit - 2010011
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn Kristínar Kolbeinsdóttur um byggingarreit fyrir einbýlishús í landi Syðra-Laugalands, en afgreiðslu erindisins var frestað á 332. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til ítarlegri gagna hefur verið aflað.
Samþykkt

5. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 - 1909004
Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagsi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030, unnin af Ómari Ívarssyni dags. 2020-10-30. Tillagan tekur til breyttrar vegtengingar Hrafnagilshverfis, efnistökusvæða vegna nýrrar Eyjafjarðarbrautar og breyttra skilmála vegna efnistöku í Eyjafjarðará.
Skipulagsnefnd bendir á að verslunar- og þjónustusvæði VÞ21 í Byttunesi eigi ekki að vera hluti af umræddri skipulagstillögu. Skipulagsnefnd fer fram á að svæði VÞ21 verði fellt út af breytingaruppdrætti en leggur til að svo breytt skipulagstillaga verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt

6. Skipulags- og matslýsing endurskoðunar aðalskipulags Þingeyjarsveitar - 2010033
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar óskar eftir umsögn um skipulagslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Þingeyjarsveitar dags. 2020-10-13.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.
Samþykkt

7. Ingólfur Sigurðsson og Bryndís Lúðvíksdóttir - Nafn á sumarhús - 2009032
Skipulagsnefnd heldur áfram umfjöllun um erindi Ingólfs Sigurðssonar og Bryndísar Lúðvíksdóttur sem óska samþykkis sveitarstjórnar við nafngiftinni Sakka á sumarbústað þeirra í landi Höskuldsstaða. Fyrir liggur umsögn frá Slökkviliði Akureyrar sem gerir ekki athugaemd við nafngiftina.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt

8. Heimavöllur ehf. - sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegtenginu - 2010003
Fyrir fundinum liggur erindi frá Herði Snorrasyni sem fyrir hönd Heimavallar ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar vegar að fyrirghuguðu íbúðarhúsi sunnan við Litla-Hvamm. Erindinu fylgir uppdráttur og samþykki eigenda Litla-Hvamms.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, en bendir málshefjendum á að æskilegt sé að fella tré sem skyggja á vegamót hjóla- og göngustígar við heimreið að Litla-Hvammi með tillti til umferðaröryggis.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40

Getum við bætt efni síðunnar?