Skipulagsnefnd

333. fundur 09. október 2020 kl. 15:00 - 16:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
  • Anna Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá:

1. Ingólfur Sigurðsson og Bryndís Lúðvíksdóttir - Nafn á sumarhús - 2009032
Ingólfur Sigurðsson og Bryndís Lúðvíksdóttir sækja um samþykki sveitarstjórnar við nafngiftinni "Sakka" á sumarhús þeirra í landi Höskuldsstaða sem nú ber nafnið "Höskuldsstaðir lóð" (L196631).
Skipulagsnefnd leggur til að umsagnar Slökkviliðsins á Akureyri sé aflað varðandi það hvort nafngiftin geti valdið misskilningi. Afgreiðslu málsins er frestað.
Samþykkt

2. Stígakerfi Akureyrar - beiðni um umsögn - 2009031
Fyrir fundinum liggur umsagnarbeiðni frá Akureyrarbæ vegna aðalskipulagstillögu fyrir stígakerfi Akureyrarbæjar sem nú er auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við tillöguna.
Samþykkt

3. Hvammur efnisnám 2020 - 2010013
Hörður Snorrason sækir fyrir hönd Heimavallar ehf. um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar í landi Hvamms. Umsóknin tekur til aðkomuvegar að efnistökusvæði E26 í gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar. Efnistökusvæðið og vegurinn hafa verið deiliskipulagt og tók deiliskipulagið gildi 2016-11-22.
Skipulagsnefnd leggur til að útfærsla tengingar nýs vegar við heimreið Hvamms sé útfærð á öruggari hátt auk þess sem fer nefndin fram á reynt verði að minnka áhrif framkvæmdarinnar á hjóla- og göngustíg miðað við það sem fram kemur á skipulagsuppdrætti. Skipulagsnenfnd frestar afgreiðslu erindisins.
Samþykkt

4. Stokkahlaðir landskipti - 2010012
Rafn B Helgason sækir um stofnun 13,37 ha. spildu úr landi Stokkahlaða L152776. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búgarði dags. 2020-10-02.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem ekki hefur borist erindi frá landeiganda.
Samþykkt

5. Bakkatröð - deiliskipulag 2020 - 2010014
Nefndin fjallar um tillögur frá skipulagshönnuði vegna byggingar parhúss á lóðinni Bakkatröð 21 sem settar eru fram í kjölfar umfjöllunar nefndarinnar á 331. fundi þann 2020-08-31.
Skipulagsnefnd felur skipulagshönnuði að fullvinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem byggingarreitum lóða 11 og 21 er hnikað svo u.þ.b. 20 m séu að næstu húsum vestan við. Áfram skuli þó gera ráð fyrir einbýlishúsum á umræddum lóðunum.
Samþykkt

6. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Nefndin fjallar um umsagnir sem borist hafa frá Skipulagsstofnun og Minjastofnun vegna skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag Hrafnagilshverfis.
Skipulagsnefnd felur skipulagshönnuðum að hafa hliðsjón af umsögnunum við gerð skipulagstillögu.
Samþykkt

7. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 - 1909004
Nefndin fjallar um framvindu breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 sem ákveðið var að ráðast í 2019.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillögu verði skipt upp þannig að dráttur sem fyrirsjáanlegur er vegna fornleifaskráningar tefji ekki brýna þætti sem skipulagsbreyting tekur til. Skipulagsnefnd leggur einnig til við sveitarstjórn að brugðist verði við athugasemdum Skipulagsstofnunar um forsendur, markmið og annað slíkt á viðeigandi hátt.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

Getum við bætt efni síðunnar?