Dagskrá:
1. Tjarnagerði - Ósk um leyfi fyrir gestahúsi - 2009009
Fyrir fundinum liggur erindi frá Haraldi Árnasyni sem fyrir hönd Vilborgar Daníelsdóttur óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir gestahús við íbúðarhúsið í Tjarnargerði. Erindinu fylgir afstöðumynd dags. 2020-09-05.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt
2. Merking göngu- og hjólastígs - 2008013
Skipulagsnefnd tekur til umræðu minnisblað sveitarstjóra um merkingar á hjóla- og göngustíg milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hjóla- og göngustígurinn verði merktur með blandaðri notkun göngu- og reiðhjóla í samræmi við minnisblað sveitarstjóra og að sveitarstjóra verði falið að vinna málið áfram.
Samþykkt
3. Syðra-Laugaland efra - Umsókn um byggingarreit - 2009015
Fyrir fundinum liggur erindi frá Kristínu Kolbeinsdóttur sem óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við stofnun lóðar með byggingarreit fyrir einbýlishús í landi Syðra-Laugalands. Erindinu fylgir uppdráttur frá Jónasi Vigfússyni dags. 2020-09-17.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar til afstaða eiganda aðliggjandi lands liggur fyrir.
Samþykkt
4. Þröstur H. Jóhannesson - Ósk um byggingarreit á jörðinni Hraungerði - 2008003
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn Þrastar H. Jóhannessonar um byggingarreit fyrir íbúðarhús, gestahús og skemmu í landi Hraungerðis. Fyrir fundinum liggja ljósmyndir af vettvangi auk teikningar með uppfærðri tillögu umsækjanda að staðsetningu byggingarreita. Byggingarreitir íbúðarhúss og gestahúss eru staðsettir á óræktuðum bletti í miðju túni og byggingarreitur skemmu er staðsettur í óræktuðum bletti norðan þess fyrri.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt
5. Flugslóð, Melgerðismelum - beiðni um lóð - 2009017
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sigurði Ásgeirssyni sem lýsir áhuga á að fá úthlutað lóð á Melgerðismelum undir flugskýli.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að framkvæma áhugakönnun í fjölmiðlum með tilliti til mögulegrar lóðaúthlutana áður en ráðist er í gerð deiliskipulags.
Samþykkt
6. Rauðhús 21 - beiðni um breytta landnotkun - 2009016
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sigurði Ásgeirssyni sem óskar eftir að landnotkunarflokki landeignarinnar Rauðhúsa lóð 21 (L152740) sé breytt í aðalskipulagi sveitarfélagsins úr frístundasvæði í íbúðarsvæði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað enda er þinglýstur eigandi landsins ekki aðili að málinu.
Samþykkt
7. Björk landspilda L210665 - landskipti - 2009018
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sigmundi Guðmundssyni lögmanni sem fyrir hönd landeigenda sækir um samþykki sveitarstjórnar við skiptum á landeigninni Björk landspilda (L210665). Að landskiptum loknum skal hin nýja landeign, sem er vestasti hluti núverandi landeignar(L210665), sameinast bújörðinni Björk (L152570).
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00