Dagskrá:
1. Umhverfisstofnun - Samningsdrög - Hólasandslína 3 - 2008002
Fyrir fundinum liggja drög að samningi um eftirlit Umhverfisstofnunar með byggingu Hólasandslínu 3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við samningsdrögin.
Samþykkt
2. Hálendisþjóðgarður - 2008028
Sveitarstjóri gerir grein fyrir vinnufundi um Hálendisþjóðgarð sem hann og oddviti sveitarstjórnar sátu 25. ágúst sl.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að þjóðgarðsgátt sé höfð í Eyjafjarðarsveit og að vegtenging Eyjafjarðar við þjóðgarðinn sé góð. Skipulagsnefnd telur brýnt að fulltrúar sveitarfélagsins taki þátt í frekari vinnu vegna Hálendisþjóðgarðs. Skipulagsnefnd áréttar mikilvægi þess að ekki sé gengið á skipulagvald sveitarfélaga við setningu laga um Hálendisþjóðgarð.
Samþykkt
3. Bakkatröð 52 - Smáhýsi, leyfi fyrir fjarlægðarmörkum - 2008011
Fyrir fundinum liggur erindi frá Helga Má Pálssyni, lóðarhafa Bakkatraðar 52, þar sem óskað er samþykkis nágranna vegna smáhýsis sem hann vill byggja 0,5 m frá lóðarmörkum. Í gr. 2.3.5. g í byggingarreglugerð segir að byggja megi smáhýsi allt að 15 fm að stærð í 3,0 m fjarlægð frá lóðarmörkum, en með samþykki nágranna ef smáhýsið stendur nær lóðarmörkum en það. Erindinu fylgir uppdráttur frá Jónasi Vigfússyni dags. 2019-10-26.
Skipulagsnefnd hugnast illa sú skerðing á vegsýn sem hlýst af staðsetningu smáhýsis skv. uppdrætti. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda.
Samþykkt
4. Þröstur H. Jóhannesson - Ósk um byggingarreit á jörðinni Hraungerði - 2008003
Fyrir fundinum liggur erindi frá Þresti H. Jóhannessyni sem óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir íbúðarhús, gestahús og skemmu í landi Hraungerðis. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búgarði 2020-07-07.
Skipulagsnefnd frestar erindinu með vísan til áherslu gildandi aðalskipulags sveitarfélagsins um vernd góðs landbúnaðarlands. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um það hvort finna megi húsunum stað sem samræmist þessari áherslu.
Samþykkt
5. Heimavöllur ehf. óskar eftir byggingarreit í landi Hvamms - 2008021
Fyrir fundinum liggur erindi frá Herði Snorrasyni sem fyrir hönd Heimavallar sækir um byggingarreit fyrir íbúðarhús í landi Hvamms. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni á Búgarði dags. 2020-08-07.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda sé kvöð um aðkomu og langnaleiðir þinglýst samhliða skráningu íbúðarhúss.
Samþykkt
6. Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 2. áfanga - 2001009
Deiliskipulag annars áfanga íbúðarbyggðar í Kotru var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 28. maí sl. og var samþykkt skipulag sent Skipulagsstofnun til yfirferðar 10. júní sl. Ekki bárust viðbrögð frá Skipulagsstofnun innan lögboðins þriggja vikna frests og því var gildistaka skipulagsins send í auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda með tölvupósti dags. 6. júlí sl. Þann 10. júlí sl. barst tilkynning frá Skipulagsstofnun um töf á afgreiðslu erindis sem sent var 10. júní og þann 23. júlí barst erindi frá Skipulagsstofnun þar sem gerð er athugasemd við að gildistaka skipulagsins sé auglýst. Fyrir fundinum liggur einnig deiliskipulagsuppdráttur af umræddu íbúðarsvæði sem skipulagshönnuður er búinn að uppfæra með tilliti til athugasemda sem fram koma í erindi Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærður deiliskipulagsuppdráttur sé samþykkur skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
7. Tómas Ingi Olrich - Óskað er eftir landskiptum í Staðarey landnr. L152768, F2159542 - 2006033
Fyrir fundinum liggur erindi frá Tómasi I. Olrich sem óskar samþykki sveitarstjórnar við landskiptum á Staðarey (L152768) í tvo jafn stóra parta skv. uppdrætti frá Ríkiseignum dags. 2020-05-25 sem erindinu fylgir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt
8. Minjastofnun Íslands - Fyrirspurn varðandi skógræktarmál - 2007002
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu skriflega.
Samþykkt
9. Bakkatröð Grundun - 1801031
Nefndin ræðir um sameiningu lóðanna Bakkatraðar 11 og 13 og Bakkatraðar 19 og 21.
Skipulagsnefnd kallar eftir tillögu frá skipulagshönnuði um það hvernig útfæra megi mögulega sameiningu lóðanna 11 og 13, og 19 og 21, með tilliti til parhúsa.
Samþykkt
10. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Undarfarna mánuði hefur staðið yfir undirbúningur vegna vinnu við fyrirhugað deiliskipulag Hrafnagilshverfis. Þann 24. júní sl. fór fram kynning á skipulagsverkefninu í matsal Hrafnagilsskóla og voru drög að skipulagslýsingu kynnt við sama tækifæri. Í kjölfar kynningarinnar var almenningi gefinn kostur á að skila inn athugasemdum vegna skipulagsverkefnisins. Skipulagsnefnd fjallar um endurgjöf sem borist hefur í kjölfar kynningarinnar.
Nefndin fjallar um innkomin erindi þar sem m.a. er vikið að reiðvegum, vegtengingu Hrafnagilshverfis og útivistarsvæðum innan þéttbýlis, húsnæðisgerðum og yfirbragði byggðar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að myndin "dæmi C" í kafla 4 sé felld úr skipulagslýsingu og að myndinni "dæmi B" sé breytt þannig að þar séu vegtengingar 1 og 5. Nefndin leggur einnig til að mynd 11 sé breytt með tilliti til starfsemi í leikskólahúsnæði. Nefndin leggur áherslu á að skilum milli íbúðarsvæðis ÍB4 og ÍÞ1 sé hliðrað til að bæta upp það svæði sem tapast af íþróttasvæði vegna lagningu nýrrar Eyjafjararbrautar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingunni sé vísað í lögbundið kynningarferli skv. 40. gr. skipulaglagslaga.
Sigurlaug Hanna Leifsdóttir bókar að hún sé mótfallin því að myndin "dæmi C", þar fram kemur vegtenging Hrafnagilshverfis milli Bakkatraðar og Hrafnagilsskóla, sé felld úr skipulagslýsingu.
Samþykkt
11. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 - 1909004
Athugasemdafrestur vegna auglýsingar á breytingartillögu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 rann út 17. ágúst sl. Breytingartillagan tekur eingöngu til efnistökusvæðis á Bíldsárskarði. Skipulagsnefnd fjallar um innkomin erindi.
Erindi bárust frá Minjastofnun, Þingeyjarsveit og Umhverfisstofnun. Erindin gefa ekki tilefni til bókunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýst skipulagstillaga sé samþykkt óbreytt skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku skipulagsins skv. 2. mgr. sömu lagagreinar.
Samþykkt
12. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 - 1909004
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 13. febrúar sl. að auglýsa tillögu að breytingu að aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrr í sumar barst erindi frá Skipulagsstofnun þar sem gerð er athugasemd við að skipulagstillagan sé auglýst við svo búið. Nefndin fjallar um erindi Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd fjallar um athugasemdir sem fram koma í erindi Skipulagsstofnunar dags. 2020-06-25. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingartillögur 1 og 2 verði uppfærðar á viðeigandi hátt í samræmi við athugasemdir SKipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að fyrirhuguð skógræktarsvæði í landi Teigs, Syðri-Varðgjá, Kotru og Árbakka verði leyst úr landbúnaðarnotum skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004 og fært yfir í skógræktar og landgræðslu svæði (SL) í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Samþykkt
13. Samkomugerði - byggingarreitur gróðurhús 2020 - 2008029
Balvin Birgisson óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir 60 fm. gróðurhús við Samkomugerði 2. Erindinu fylgir uppdráttur frá Birgi Ágústssyni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30