Dagskrá:
1. Fossland 2 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr - 2002015
Guðmundur Hilmarsson sækir um samþykki sveitarstjórnar fyrir byggingarreit fyrir bílskúr á lóðinni Fossland 2 í Kaupangssveit. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búgarði dags. 2020-02-04.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað með vísan til kröfu núgildandi aðalskipulags um að 15 m skuli vera milli byggingarreita á íbúðarsvæðum í Kaupangssveit.
Samþykkt
2. Halldórsstaðir - Ósk um lóð undir íbúðarhús og nafnið Halldórsstaðir 2 - 2002014
Rósa Hreinsdóttir sækir um samþykki sveitarstjórnar við stofnun lóðar undir íbúðarhús úr landi Halldórsstaða. Lóðin skal heita Halldórsstaðir 2.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt
3. Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 2. áfanga - 2001009
Kynningartímabili skipulagslýsingar fyrir annan áfanga íbúðarbyggðar í Kotru (ÍB12) lauk 26. febrúar sl. Nefndin fjallar um erindi sem bárust á kynningartímabili skipulagslýsingar.
Skipulagsnefnd felur skipulagshönnuði að hafa hliðsjón af innkomnum umsögnum við gerð skipulagstillögu.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15