1. Vegagerðin - Tilkynning um niðurfellingu hluta Eyrarlandsvegar nr. 8494-01 af vegaskrá - 2001001
Lagt fram til kynningar.
2. Vegagerðin - Tilkynning um niðurfellingu Æsustaðavegar nr. 8382-01 af vegaskrá - 2001003
3. Vegagerðin - Tilkynning um niðurfellingu hluta Sölvadalsvegar nr. 871-01 af vegaskrá - 2001002
Lagt fram til kynningar.
4. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 - 1909004
Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030, unnin af Ómari Ívarssyni dags. 7. febrúar 2020.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi breytingar verði gerðar á skipulagstillögu: 1) að skýringu á tilurð íbúðarsvæðis í landi Jódísarstaða verði bætt við greinargerð skipulags 2) að lóð sem gengur inn í land Leifsstaða 2 verði merkt sem frístundabyggð í samræmi við skráningu landeignar í Þjóðskrá 3) að hámarksfjöldi nýbygginga í landi Hólsgerðis verði bætt við greinargerð skipulagstillögu 4) að syðri mörk skógræktarsvæðis í Teigi verði samræmd við uppdrátt sem lá til grundvallar framkvæmdaleyfisumsókn 5) að efnistökutímabil í Eyjafjarðará, að frátöldu veiðihléi að vori, skuli skilgreint milli 1. október og 31. mars ár hvert 6) að núverandi efnistökusvæði við Hrafnagilshverfi haldist inn á skipulagi þar til færsla Eyjafjarðarbrautar hefur farið fram 7) tekið skuli fram að í greinargerð að efnistökuheimild á nýjum efnistökusvæðum við Reykhús og í Kroppslandi sé að hámarki það magn sem tilgreint er í skipulagstillögu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að auglýsa svo breytta skipulagstillögu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Anna Guðmundsdóttir vék af fundi meðan rætt var um tímabil efnistöku í Eyjafjarðará og efnistökusvæði í landi Reykhúsa.
5. Ósk um breytta landnotkun á Leifstaðabrúnum nr. 8, 9 og 10 - 1911001
Nefndin heldur áfram umfjöllun um beiðni lóðhafa Leifsstaðabrúna 9 um breytta landnotkun á lóðunum Leifsstaðabrúnum 8, 9 og 10, og til vara um bráðabirgðaheimild til skráningar lögheimilis að Leifsstaðabrúnum 9. Afgreiðslu erindisins var frestað á 314. og 316. fundi nefndarinnar. Nefndinni hafa nú borist svör frá lóðhöfum lóða nr. 6 og 7 varðandi umrædda skipulagsbreytingu.
Í ljósi þess að ekki er einhugur meðal eigenda aðliggjandi lóða um skipulagsbreytingu, og með vísan til ákvæðis gildandi aðalskipulags um að 150 metrar skuli vera milli íbúðarsvæðis og frístundasvæðis (kafli 4.4 í greinargerð), telur skipulagsnefnd að ekki séu forsendur til að breyta landnotkunarflokki umræddra lóða við Leifsstaðabrúnir í íbúðarsvæði. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað. Varðandi beiðni um bráðabirgðaleyfi á lóð 9 til skráningar lögheimilis vísar skipulagsnefnd til þess að samkvæmt lögum um lögheimili og aðsetur, sem gildi tóku árið 2018, fer skráning lögheimils fram hjá Þjóðskrá Íslands. Því fellur það í hlut þeirrar stofnunar að meta hvort unnt sé að heimila frávik frá meginreglu um skáningu lögheimils skv. 3. gr. fyrrgreindra laga.