Dagskrá:
1. Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar - 1905022
Farið yfir athugasemdir sem skipulagsnefnd kallaði eftir frá íbúum og öðrum vegfarendum sveitarfélagsins og snúa að öryggi umferðar.
Skipulagsnefnd fer yfir ábendingar sem bárust varðandi umferðaröryggisáætlun og þakkar þeim sem sendu inn erindi þess efnis sérstaklega vel fyrir. Á næstu vikum og mánuðum mun nefndin vinna áfram með þessar upplýsingar í gerð umferðaröryggisáætlunar sem stefnt er á að verði tilbúin í vor.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45