Skipulagsnefnd

319. fundur 20. janúar 2020 kl. 15:00 - 17:30 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

 

3. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023

Fyrir fundinum liggur erindi frá Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta, sem fyrir hönd landeigenda Leifsstaða 2 óskar eftir að skipulagsnefnd endurskoði fyrri afgreiðslu sína á undanþágubeiðni varðandi fjarlægð frá smáhýsa frá landamerkjum (liður 1 í 6. dagskrárlið 309. fundar skipulagsnefndar.) Málshefjandi bendir á að með fyrirhugaðri breytingu á landnotkun í landi Leifsstaða 2 verði sama landnotkun (VÞ-svæði) báðu megin við umrædd landamerki og því séu fyrir hendi forsendur til að heimila byggingarreiti smáhýsa í 20 m fjarlægð frá landamerkjum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að með tilliti til aðstæðna sé fallist á undanþágubeiðni fyrir fimm af þeim sjö húsunum sem erindið snýr að, enda mun verða sama landnotkun báðu megin landamerkja við þau hús. Forsenda fyrir undanþágunni er að samþykki landeiganda aðliggjandi lands liggi fyrir. Hinsvegar bendir nenfndin á að tvö vestustu smáhýsin sem erindið lýtur að liggja að íbúðarsvæði ÍB16 og þar er því ekki sömu landnotkun til að tjalda beggja vegna eignamarka. Því leggur skipulagsnefnd til að ekki verði fallist á undanþágu frá fjarlægðarkröfu hvað þau varðar.

 

5. Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 2. áfanga - 2001009

Hjörleifur Arnarson óskar fyrir hönd Stalls ehf. eftir heimild sveitarstjórnar til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarhúsalóðir á íbúðarsvæði ÍB12 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Um er að ræða 2. áfanga íbúðarbyggðar í landi Kotru (Syðri-Varðgjá). Erindinu fylgir skipulagslýsing.

Nefndarmenn samþykkja að málið sé tekið fyrir á afbrigðum. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa sé falið að kynna skipulagslýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004

Ómar Ívarsson skipulagshönnuður mætir á fund skipulagsnefndar til að fara yfir aðalskipulag sveitarfélagsins og almenn atriði er því tengjast. 

https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skipulags-og-byggingarmal/adalskipulag-2018-2030 

Gefur ekki tilefni til bókunar.

 

2. Stjórnsýskukæra vegna ákvörðunar Eyjafjarðarsveitar um deiliskipulags svínabús að Torfum - 1912009

Farið er yfir stjórnsýslukæru á hendu Eyjafjarðarsveit sem lögð var fram hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 27. desember sl. og snýr að samþykkt sveitarfélagsins á deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Torfa.

Ásta og Sigurgeir véku af fundi undir þessum fundarlið. 

Gefur ekki tilefni til bókunar. 

 

4. Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi - 1911003

Sveitarstjóri gerir grein fyrir ábendingum sem borist hafa í kjölfar umfjöllunar Bændablaðsins um fyrirhugaða færslu Eyjafjarðarbrautar vestari.

Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?