Skipulagsnefnd

318. fundur 13. janúar 2020 kl. 15:00 - 16:40 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri

Dagskrá:

 

1. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034

Á fundinn mættu Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir frá Teiknistofu Arkitekta sem vinna munu verkefnið. 

Farið var yfir ýmis grunnatriði sem skipulagsnefnd vildi koma á framfæri í upphafi. Rætt var um mismun á deiliskipulagi og rammaskipulagi innan aðalskipulags. Þá var rætt um mismunandi húsnæðisúrræði út frá þörf mismunandi markhópa. 

Næsta skref er að útbúa beinagrind af skipulagslýsingu og kalla til íbúafundar þar sem fólk fær færi á að leggja mark sitt á áframhaldandi vinnu við skipulagið.

Samþykkt

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40

Getum við bætt efni síðunnar?