Dagskrá:
1. Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar - 1905022
Þann 17.september síðastliðinn fór skipulagsnefnd í vetvangsferð til að skoða aðstæður er tengjast umferðaröryggi í sveitarfélaginu. Telur nefndin brýnt að hefja formlega vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar en næsta skref í því er að kalla eftir ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins og öðrum þeim sem um vegina mest ferðast. Þá má hefjast handa við að safna saman opinberum upplýsingum svosem varðandi slysatíðni og slysstaði og setja upp form skýrslunnar.
Skipulagsnefnd óskar eftir heimild frá sveitarstjórn til þess að hefja formelga vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar og stefnir á að ljúka gerð hennar í maí 2020.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20