Skipulagsnefnd

316. fundur 29. nóvember 2019 kl. 15:00 - 17:00 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
  • Anna Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

 

1. Ósk um breytta landnotkun á Leifstaðabrúnum nr. 8, 9 og 10 - 1911001

Nefndin heldur áfram umfjöllun um beiðni lóðhafa Leifsstaðabrúna 9 um breytta landnotkun á lóðunum Leifsstaðabrúnum 8, 9 og 10, og til vara um bráðabirgðaheimild til skráningar lögheimilis að Leifsstaðabrúnum 9. Afgreiðslu erindisins var frestað á 314. fundi nefndarinnar.

Skipulagsnefnd telur að líta verði á lóðirnar 7, 8, 9, 10 og jafnvel 6 sem skipulagslega heild, og möguleg skipulagsbreyting verði að taka til þeirra lóða sem heildinni tilheyra. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kanna afstöðu eigenda lóða nr. 6 og 7 til mögulegrar skipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

 

2. Halldórsstaðir - byggingarreitur fyrir skemmu - 1911021

Rósa Hreinsdóttir sækir um byggingarreit fyrir 200 fm geymsluskemmu í landi Halldórsstaða. Erindinu fylgir afstöðumynd frá Hákoni Jenssyni á Búgarði dags. 19. nóvember 2019.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

 

3. Ytra-Gil - framkvæmdaleyfi til skógræktar - 1911020

Fyrir fundinum liggur erindi frá Sigurgeiri B. Hreinssyni og Bylgju Sveinbjörnsdóttur sem sækja um framkvæmdaleyfi vegna 38 ha nytjaskógræktar í landi Ytra-Gils. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur frá Skógræktinni dags. 29. október 2019.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt. 

 

Sigurgeir Hreinsson vék af fundi við umræðu þessa liðar.

 

4. Ytra-Gil - lóð og byggingarreitur - 1911019

Fyrir fundinum liggur erindi frá Sigurgeiri B. Hreinssyni og Bylgju Sveinbjörnsdóttur þar sem óskað er eftir byggingarreit fyrir u.þ.b. 80 fm. íbúðarhús í landi Ytra-Gils. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni á Búgarði dags. 25. nóvember 2019.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt. 

 

Sigurgeir Hreinsson vék af fundi við umræðu þessa liðar.

 

5. Árbær - heimild til gerðar deiliskipulags - 1911018

Fyrir fundinum liggur erindi frá Ingólfi Frey Guðmundssyni, Kollgátu teiknistofu, sem fyrir hönd Ármanns Ketilssonar óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að vinna deiliskipulag fyrir allt að 10 lítil hús til notkunar í ferðaþjónustu, 300 fm. einbýlishús og 200 fm. hesthús í landi Árbæjar. Erindinu fylgir uppdráttur frá Kollgátu teiknistofu dags. 26. nóvember 2019.

Skipulagsnefnd telur að umfang framkvæmdarinnar (10 x 50 fm hús til ferðamannaútleigu) sé mögulega meira en svo að þau rúmist með góðu móti innan heimildar aðalskipulags til byggingar atvinnuhúsnæðis á landbúnaðarsvæði, sjá kafla 5.5í greinargerð gildandi aðalskipulags. Skipulagsnefnd kallar því eftir gögnum og sjónarmiðum sem sýna á ítarlegri hátt og fjalla um þau áform sem uppi eru. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins. 

 

 

6. Deiliskipulagsbreyting í Bakkatröð - 1909032

Fyrir fundinum liggur uppdráttur af breytingum á lóðinni Bakkatröð 26-30 sem skipulagsnefnd lagði til að gerðar yrðu á 310. fundi sínum. Uppdrátturinn er unninn af Árna Ólasyni á teiknistofu arkitekta, dags. 26. nóvember 2019.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting á deiliskipulagi sé samþykkt á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, enda samræmist hún viðmiðum um óverulegar breytingar á deiliskipulagi skv. gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Erindinu skal vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga og telst það samþykkt ef engin andmæli berast á grenndarkynningatímabili.

 

7. Kotra - stofnun lóðarinnar Hásæti - 1911022

Hjörleifur Árnason sækir fyrir hönd Stalls ehf. um samþykki sveitarstjórnar við stofnun lóðar úr landeigninni Kotru, L226737. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni á Búgarði dags. 2019-11-26. Lóðin skal bera heitið Hásæti.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

 

8. B. Hreiðarsson ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 1910006

B. Hreiðarsson sækir um framkvæmdaleyfi vegna 25.000 m3 efnitöku á efnistökusvæði E24A í landi Grísarár. Afgreiðslu erindisins var frestað á 311. fundi skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að málshefjanda verði veitt framkvæmdaleyfi til 12 mánaða fyrir 10.000 m3 efnistöku, enda liggi fyrir jákvæð umsögn Fiskistofu og Veiðifélags Eyjafjarðarár vegna umsóknarinnar.

 

9. Eyjafjarðarsveit - efnistaka í Eyjafjarðará 2019 - 1911023

Sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit sækir um framkvæmdaleyfi vegna 10.000 m3 efnistöku á efnistökusvæði E24A. Fyrirhugað er að taka efnið á tímabilinu 1. desember 2019 til 1. desember 2020. Sveitarfélagið óskar sérstaklega eftir því að erindið verði afgreitt með fyrirvara um umsagnir Fiskistofu og Veiðifélags Eyjafjarðarár, sem ekki hafa borist enn.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að málshefjanda verði veitt framkvæmdaleyfi til 12 mánaða fyrir 10.000 m3 efnistöku, enda liggi fyrir jákvæð umsögn Fiskistofu og Veiðifélags Eyjafjarðarár vegna umsóknarinnar.

 

11. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034

Farið yfir niðurstöður úr verðkönnun varðandi deiliskipulag Hrafnagilshverfis.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra sé falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

 

10. Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi - 1911003

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur frá Margréti S. Þorkelsdóttur, deildarstjóra hjá Vegagerðinni, þar sem fjallað er um efnistöku vegna fyrirhugaðrar færslu Eyjafjarðarbrautar vestri út fyrir þéttbýlismörk Hrafnagilshverfis.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?