Skipulagsnefnd

314. fundur 11. nóvember 2019 kl. 15:00 - 16:45 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Emilía Baldursdóttir
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

 

1. Fjárhagsáætlun 2020 - Skipulagsnefnd - 1910017

Stefán Árnason skrifstofustjóri Eyjafjarðarsveitar gerir grein fyrir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fjárveiting til nefndarinnar verði aukin um 500.000 krónur til að standa straum af kostaði við gerð umferðaröryggisáætlunar.

 

2. Ábúendur Kroppi - Athugasemd við deiliskipulagstillögu Ölduhverfis - 1910040

Skipulagsnefnd fjallar um erindi frá Lindu Margréti Sigurðardóttur og Andra Rafni Kristjánssyni, eigendum íbúðarhússins á Kroppi, þar sem lýst er áhyggjum af áformum um auknar byggingarheimildir í landi Kropps og áhrifum áformanna á umferðaröryggi og grenndarhagsmuni.

Skipulagsnefnd mun hafa hliðsjón af erindi sendenda þegar farið verður yfir tillögu að deiliskipulagi fyrir fyrirhugað hverfi í landi Kropps.

 

3. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð 4. fundar - 1911009

Fyrir fundinum liggur erindi frá Þresti Friðfinnssyni, formanni svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, sem fyrir hönd nefndarinnar fer fram á staðfestingu sveitarstjórnar á afgreiðslu nefndarinnar á fundi sínum 7. nóvember sl., þar sem lagt var til að breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar yrði samþykkt í auglýsingaarferli skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu fylgir fundargerð 4. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar sem og tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 ásamt umhverfisskýrslu, dags. október 2019.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 verði samþykkt í auglýsingu skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

4. Ósk um breytta landnotkun á Leifstaðabrúnum nr. 8, 9 og 10 - 1911001

Fyrir fundinum liggur erindi frá Minný Kristbjörgu Eggertsdóttur, Bylgju Rúnu Aradóttur og Hinriki Kára Hirikssyni sem óska þess landnotkun á lóðinni Leifsstaðir land 9 verði breytt svo hægt sé að skrá lögheimili á staðnum. Til vara er sótt um leyfi sveitarstjórnar til að skrá lögheimili í húsinu til bráðabirgða.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé frestað og að nánari gagna verði aflað.

 

5. Efnistaka til vegagerðar í landi Leynings og Halldórsstaða - 1911008

Þverá golf ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna töku alls 5000 m3 efnis í landi Leynings og Halldórsstaða sem nota á til viðhalds vega. Erindinu fylgja uppdrættir og samþykki eigenda Leynings og Halldórsstaða.

Með vísan til ákvæðis um tímabundnar námur til vegagerðar í kafla 5.6 í greinargerð gildandi aðalskipulags leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

 

6. Króksstaðir lóð - Ósk um nafnabreytingu í Króksstaðir 2 - 1910037

Stefán Einarsson sækir um samþykki sveitarstjórnar við því að nafni landeignarinnar Króksstaðir lóð í Króksstaðir 2.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

 

7. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 - 1909004

Kynningu skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 lauk 4. nóvember sl. og bárust sex erindi á kynningartíma. Nefndin fjallar um innkomin erindi.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að hafa hliðsjón af umsögnunum við gerð skipulagstillögu.

 

8. Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar fyrir Artic Travel ehf. - 1910039

Fyrir fundinum liggur erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsaganr sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um gistirekstur Arctic Travel ehf. í frístundahúsi á lóðinni Þverá lóð 5.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

 

9. Kotra 5 - ósk um tilfærslu á byggingarreit - 1911002

Ari Freyr Færseth sækir um heimild sveitarstjórnar til að hliðra byggingarreit á lóðinni Kotra 5 til suðurs um 4 m.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt á grundvelli greinar 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

 

10. Teigur ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sandtöku - 1910028

Ingvi Stefánsson sækir um leyfi til sandtöku úr Eyjafjarðará í landi Teigs. Umsóknin er tvíþætt og snýr annarsvegar að 1000 m3 sandtöku til eigin nota og hinsvegar að 10.000 m3 sandtöku til sölu. Erindinu fylgja uppdrættir, umsögn Fiskistofu, Veiðifélags Eyjafjarðará og Erlends Friðrikssonar fiskifræðins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

 

11. Sumarbústaður að Eyrarlandi 13 - ósk um nafnabreytingu í Háholt - 1911010

Steindór Sveinsson sækir um samþykki sveitarstjórnar við að nafni lóðarinnar Eyrarland 13 verði breytt í Háholt.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45

 

Getum við bætt efni síðunnar?