Dagskrá:
1. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Skipulagsnefnd ræðir hugmyndir um gerð deiliskipulags fyrir Hrafnagilshverfi.
Skipulagsnefnd felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að leita tilboða hjá skipulagshönnuðum vegna ráðgjafar við vinnu deiliskipulags fyrir Hrafnagilshverfi.
2. Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi - 1911003
Margrét Silja Þorkelsdóttir, deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri, kemur á fund skipulagsnefndar og gerir grein fyrir hönnun nýs vegar austur fyrir Hrafnagilshverfi. Margrét gerir sérstaklega grein fyrir því að mikið grjót þurfi vegna rofvarnar fyrir veginn og kemur á framfæri beiðni um að efnistökustað sé bætt við aðalskipulag í því tilliti.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30