Skipulagsnefnd

311. fundur 21. október 2019 kl. 15:00 - 17:10 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson formaður
  • Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir aðalmaður
  • Anna Guðmundsdóttir varamaður
  • Eiður Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri

Dagskrá:

 

1.  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Fundur með þverpólitískri nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu - 1807002

Erindi lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að verkefnið sé unnið í samráði við heimamenn og telur mörgum spurningum enn ósvarað áður en hægt er að taka afstöðu til málsins. 

 

2.  B. Hreiðarsson ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 1910006

Erindi frestað þar sem umsögn vantar frá fiskistofu. Óskað eftir við sveitarstjóra að heyra í umsækjendum og leiðbeina varðandi uppsetningu umsóknar. 

 

3.  Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar á Vökulandi III - 1910007

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt. 

 

4.  Beiðni um umsögn varðandi breytinga á skipulagi við Glerárskóla - 1908013

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að jákvæð umsögn sé veitt um erindið. 

 

5.  Háaborg - Umsókn um byggingarreit - 1906020

Grenndarkynningu á byggingaráformum Ragnars S. Ólafssonar í Háaborg lauk þann 7. október s.l. og barst eitt erindi á grenndarkynningartímabili. Skipulagsnefnd fjallar um athugasemdir sem í erindinu koma fram.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um byggingarreit í Háuborg sé samþykkt en að útgáfa byggingarleyfis verði skilyrt við það að fyrir liggi staðfesting Norðurorku fyrir því að viðeigandi magn heits vatns til kyndingar íbúðarhúsa á svæðinu verði fyrir hendi við lok framkvæmdartíma. 

 

6.  Teigur ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sandtöku - 1910028

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landeiganda sé heimilað að taka 1.000 rúmmetra til eigin nota líkt og heimilað er í skipulagslögum. 

Umsókn framkvæmdaleyfis frestað þar sem umsögn vantar frá fiskistofu. Óskað eftir við sveitarstjóra að heyra í umsækjendum og leiðbeina varðandi uppsetningu umsóknar. 

 

7.  Ósk um nafnabreytingu á Fífilgerði land nr. 152597 í Sólveigarstaðir - 1910005

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt. 

 

8.  Ósk um gerð reiðleiðar um leið og farið verður í vegaframkvæmdir meðfram Eyjafjarðará - 1910027

Anna Guðmundsdóttir víkur af fundi yfir þessum lið. 

Skipulagsnefnd þakkar innsent erindi og bendir á að reiðleið er á gildandi aðalskipulagi vestan fyrirhugaðs vegstæðis.

 

9.  Vökuland III - Umsókn um stöðuleyfi - 1910022

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindi sé samþykkt. 

 

10.  Stefna um stöðuleyfi - 1905023

Nefndin heldur áfram umfjöllun um veitingu stöðuleyfa í sveitarfélaginu. Málinu var frestað á 306. fundi nefndarinnar.

Skipulags- og byggingafulltrúi útfærir tillögur miðað við umræðu fundar. Málinu frestað. 

 

11.  Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir veitingu veitinga - Freyvangsleikhúsið - 1910024

Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki erindið. 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

 

Getum við bætt efni síðunnar?