304. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 15. apríl 2019 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Hermann Ingi Gunnarsson, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurgeir B Hreinsson, Anna Guðmundsdóttir, Vigfús Björnsson og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.
Dagskrá:
1. Ytri-Varðgjá, landnr. 152838 - Umsókn um landskipti - 1904004
SOLMAR int ehf. sækir um samþykki sveitarstjórnar fyrir stofnun lóðar undir rofastöð vegna 33 kV háspennustrengs milli Hólsvirkjunar í Fnjóskadal og Rangárvalla á Akureyri. Erindinu fylgir uppdráttur frá RARIK dags. 21. mars 2019. Nýja lóðin skal bera staðvísinn Ytri-Varðgjá Rarik rofahús.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi fyrir jákvæð umsögn Vegagerðarinnar um umsóknina.
2. Deiliskipulag Stokkahlöðum - 1706002
Vilberg Rúnar Jónsson leggur fram skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag athafnasvæðis AT4 og fer fram á að lýsingin fari í formlegt kynningarferli skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
3. Jódísarstaðir - Deiliskipulag íbúðarbyggðar 2019 - 1904010
Til umfjöllunar er staða deili- og aðalskipulags á landspildu í landi Jódísarstaða, norðan íbúðarsvæðis ÍB25 í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að málið verði tekið upp og deiliskipulag auglýst að nýju. Einnig verði mörkum íbúðarsvæðis ÍB25 í gildandi aðalskipulagi breytt til samræmis við eldra aðalskipulag.
4. 33 kV háspennustrengslögn, Rangárvellir - Hólsvirkjun, Fnjóskárdal. Lagnaleiðir. - 1607013
Rarik sækir um framkvæmdarleyfi vegna lagningar 33 kV háspennustrengs milli Hólsvirkjunar í Fnjóskadal og Rangárvalla á Akureyri. Fyrir fundinum liggja yfirlitsmyndir af strengleið auk samþykkis landeigenda í Eyjafjarðarsveit, leyfi Minjastofnunar, Skógræktarfélags Eyjafirðinga, Vegagerðarinnar og Fiskistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda verði skilmálar í framkvæmdaleyfi um að framkvæmd eigi sér stað þegar fuglar eru komnir af hreiðri og þegar minnstar líkur eru á skemmdum á jarðvegi, t.d. síðsumars.
5. Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps - 1901018
Bréf frá Vegagerðinni sem varðar vegtengingu fyrirhugaðs íbúðarhverfis í landi Kropps, sem nú er í deiliskipulagsferli, lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
6. B. Hreiðarsson ehf - Beiðni um að lóð 215-354 verði skilgreind sem geymslusvæði - 1903010
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
7. Umsókn um lóð úr landi Halldórsstaða - 1904005
Rósa Steinunn Hreinsdóttir sækir um samþykki sveitarstjórnar fyrir stofnun lóðar undir stöðvarhús Tjarnavirkjunar. Erindinu fylgir uppdráttur frá Eflu verkfræðistofu dags. 2. apríl 2019. Nýja lóðin skal bera staðvísinn Tjarnavirkjun stöðvarhús.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
8. Ármann Ketilsson - Beiðni um lóðarnúmer - 1904001
Ármann Ketilsson sækir um samþykki sveitarstjórnar við stofnun lóðar undir íbúðarhús í Árbæ. Erindinu fylgir uppdráttur frá Búgarði dags. 23. nóvember 2018. Nýja lóðin skal bera staðvísinn X.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi fyrir nafngift á nýju lóðina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30