Skipulagsnefnd

303. fundur 26. mars 2019 kl. 08:36 - 08:36 Eldri-fundur

303. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 25. mars 2019 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Vigfús Björnsson, Stefán Árnason og Eiður Jónsson.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. B. Hreiðarsson ehf - Beiðni um að lóð 215-354 verði skilgreind sem geymslusvæði - 1903010
Nefndin fjallar um beiðni frá B. Hreiðarsson þar sem farið er fram á að heimilt sé að geyma gáma á lóð fyrirtækisins við Grísará (athafnasvæði AT1 í gildandi aðalskipulagi).
Erindinu er frestað.

2. B. Hreiðarsson ehf - Umsókn um leyfi fyrir vegslóða - 1903008
Fyrir nefndinni liggur erindi frá B. Hreiðarsson þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna vegtengingar í landi Grísarár. Erindinu fylgir uppdráttur frá Búgarði dags. 2019-01-23.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað á grundvelli þess að erindinu fylgi ekki umsögn Vegagerðarinnar um tengingu við Eyjafjarðarbraut vestri.

4. Kotra - deiliskipulag íbúðarsvæðis Íb13 - 1901019
Stallur ehf. sækir um heimild til veglagningar frá Veigastaðavegi áleiðis upp að lögbýlinu Kotru. Beiðnin snýr að lagningu 70 m vegtengingar sem staðsett verður á sama stað og vegtenging upp að fyrirhuguðu íbúðarhverfi. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar um staðsetningu vegtengingarinnar, sjá lið dagskrárlið 5. Einnig hefur sveitarfélaginu borist tölvupóstur þar sem fram kemur samþykki Vegagerðarinnar vegna tengingar við þjóðveg (póstur til skipulagshönnuðar dags. 20. des. 2018). Ennfremur liggur fyrir skriflegt leyfi landeigenda vegna framkvæmdarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

5. Kotra - deiliskipulag íbúðarsvæðis Íb13 - 1901019
Nefndin fer yfir umsagnir sem bárust á auglýsingartíma skipulagslýsingar.
Ennfremur liggur fyrir deiliskipulagstillaga frá Guðmundi Helga Gunnarssyni, dags. 27. feb. 2019.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillaga sé samþykkt í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda hafi skipulagshönnuður brugðist við umsögnum um skipulagslýsingu á fullnægjandi hátt. Skipulagsnefnd leggur ennfremur til að Kaupvangsveitu og Veðurstofu Íslands sé bætt í hóp umsagnaraðila á auglýsingartímabili.

6. Espigerði - Breytingartillaga á deiliskipulagi - 1706026
Nefndin fer yfir umsagnir sem bárust á auglýsingartíma skipulagslýsingar fyrir íbúðarsvæði í landi Leifsstaða (Birkitröð).
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnði verði falið að hafa hliðsjón af umsögnum við lýsingu við vinnu deiliskipulagstillögu.

7. Svönulundur - Ósk um byggingarreit - 1801045
Nefndin fer yfir umsagnir sem bárust á auglýsingartíma skipulagslýsingar fyrir íbúðarsvæðið Svönulund í landi Holtsels.
Ennfremur liggur fyrir deiliskipulagstillaga frá Guðmundi Helga Gunnarssyni, dags. 9. mars 2019.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillaga sé samþykkt í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda hafi skipulagshönnuður brugðist við umsögnum um skipulagslýsingu á fullnægjandi hátt.

3. Kynning á breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 - Krossaneshagi b-áfangi - 1903020
Fyrir fundinum liggur erindi frá skipulagssviði Akureyrarbæjar þar tillaga á vinnslustigi að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 er kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.45

Getum við bætt efni síðunnar?