Skipulagsnefnd

300. fundur 15. febrúar 2019 kl. 09:37 - 09:37 Eldri-fundur

300. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 11. febrúar 2019 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurgeir B Hreinsson, Vigfús Björnsson, Finnur Yngvi Kristinsson og Anna Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Arnbjörg Pétursdóttir fundarritar.

Dagskrá:

1. Þjóðskrá Íslands - Almannaskráning - 1902003
Þjóðskrá Íslands vinnur um þessar mundir að samræmingu skráningar lögheimilis og staðfanga á grundvelli laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Stofnunin óskar eftir samþykki sveitarstjórar á skráningu staðfanga sem leiðrétt hafa verið í þessari vinnu og talin eru upp í fylgiskjali erindisins.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að afla samþykkis eigenda hlutaðeigandi landeigna við skráningu staðfangs.

2. Safnmál 2019 - Fundargerðir SBE - 1901024
Fundargerð stjórnar embættis skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 29. jan. 2019 lögð fram til kynningar.
Skipulagsnefnd bendir á að hún telji eðlilegra að umsóknir um stöðuleyfi í sveitarfélaginu komi til afgreiðslu hjá skipulagsnefnd fremur en byggingarnefnd eins og nú er.

3. Akureyri - Beiðni um umsögn á tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Akureyrarflugvöll - 1809016
Sveitarfélaginu hefur borist erindi frá skipulagssviði Akureyrarbæjar þar sem athugasemdum sem gerðar voru við deiliskipulagstillögu fyrir Akureyrarflugvöll er svarað.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að göngu- og reiðleið yfir gömlu brýrnar haldist opin þar til göngu- og reiðbrú yfir vestastu kvísl Eyjafjarðarár kemst í gagnið.

4. Guðmundur S. Óskarsson - Ósk um heimild fyrir efnistöku - 1901022
Fyrir fundinum liggur erindi frá Guðmundi Óskarssyni þar sem hann óskar heimildar sveitarstjórar vegna u.þ.b. 1000 m3 efnistöku af eyri sunnan Stíflubrúar í landi Möðruvalla. Erindinu fylgir uppdráttur frá umsækjanda dags. 16. jan. 2019.
Með vísan til heimildar landeiganda til minniháttar efnistöku til eigin nota í gr. 13 í skipulagslögum nr. 123/2010 leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

Sigurgeir vék af fundi undir þessum fundarlið.

5. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023
Fyrir fundinum liggur erindi frá eigendum Leifsstaða II þar sem óskað er heimildar til að vinna deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónsutusvæði sem nýta á í ferðaþjónustu. Málshefjendur óska þess að samhliða deiliskipulagsvinnu fari fram breyting á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar þar sem landeign þeirra verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði.
Með vísan til 39. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

6. Sigtún - Óskað eftir leyfi til að taka landspildu út úr Sigtúnum - 1902005
Sigurgerð Pálsson eigandi Sigtúna óskar samþykkis sveitarstjórar til að skipta lóð út úr jörðinni. Lóðin fái heitið Sigtún 2 og verði 16382 fm skv. meðfylgjandi uppdrætti frá Búgarði dags. 29. jan. 2019.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

Sigurgeir vék af fundi undir þessum fundarlið.

7. Umsókn um uppbyggingu svínahúss í landi Torfna - 1809034
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um framkvæmdartilkynningar vegna fyrirhugaðs svínabús í Torfum, en framkvæmdin er tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Umsagnarbeiðninni fylgir greinargerð framkvæmdaraðila vegna framkvæmdarinnar.
Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og byggingarleyfi byggingarfulltrúa skv. mannvirkjalögum nr. 160/2010. Framkvæmdasvæðið sem um ræðir er flokkað sem landbúnaðarland skv. gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og telur skipulagsnefnd einsýnt að framkvæmdin samræmist markmiðum aðalskipulags varðandi uppbyggingu á slíku svæði. Skipulagsnefnd telur ennfremur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í greinargerð sem fylgir tilkynningu. Að teknu tilliti til viðmiða sem fram koma í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 telur skipulagsnefnd ekki tilefni til þess að framkvæmdin undirgangist umhverfismat og leggur til við sveitarstjórn að umsögn þess efnis verði send til Skipulagsstofnunar.

Ásta A. Pétursdóttir, Sigurgeir Hreinsson og Jóhannes Ævar Jónsson véku af fundi undir þessum fundarlið.
Anna Guðmundóttir kom inn á fund undir þessum fundarlið sem varamaður Jóhannesar.

8. Kotra - deiliskipulag íbúðarsvæðis Íb13 - 1901019
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing fyrir íbúðarbyggð í landi Kotru (ÍB12) sem unnin er af Guðmundi H. Gunnarssyni hjá Búgarði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði samþykkt í lögformlegt kynningarferli.

9. Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps - 1901018
Skipulagsnefnd fjallar um beiðni Heimavallar ehf. um heimild til gerðar deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Kropps (L152699) sem merkt er ÍB8 í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Erindinu fylgja frumdrög að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir alls 187 íbúðum í fjölbýli og sérbýli á svæði sem svarar til afmörkunar íbúðarsvæðis ÍB8. Afgreiðslu erindisins var frestað á 299. fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd tekur vel í beiðni málshefjanda en bendir á íbúðafjöldi í frumdrögum að deiliskipulagi sé umfram byggingarheimildir skv. aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030, en skv. skilmálum í kafla 4.2 í greinargerð má byggja 80-100 íbúðir á svæðinu. Skv. áætlun um íbúaþróun í kafla 4.1. í greinargerð aðalskipulags er þörf á u.þ.b. 50 íbúðum í Hrafnagilshverfi á skipulagstímabilinu og svara byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB8 því nokkuð ríflega til áætlaðrar eftirspurnar á tímabilinu. Telur skipulagsnefnd því ekki að forsendur séu fyrir hendi til að ráðast í aðalskipulagsbreytingu til rýmkunar á byggingarheimildum til samræmis við frumdrög að deiliskipulagi að svo komnu máli.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að málshefjanda sé veitt heimild til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði ÍB8 skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en að íbúðafjöldi á deiliskipulagi skuli vera inna ramma aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Skipulagsnefnd bendir á að þessu megi fá framgengt með að áfangaskipta framkvæmdum sem fram koma í frumdrögum að deiliskipulagi, þannig að nú sé unnið deiliskipulag fyrir ákveðinn hluta framkvæmdanna en áformum um fullbyggt hverfi skv. frumdrögum sé lýst sem framtíðarsýn fyrir svæðið í skipulagsgögnum. Þegar þar að komi að byggingarheimildir deiliskipulags séu fullnýttar þá séu fyrir hendi forsendur til deiliskipulagningar frekari uppbyggingar á svæðinu skv. framtíðarsýn, ásamt tilheyrandi aðalskipulagsbreytingu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé tekin afstaða til aðkomu sveitarfélags að uppbyggingu gatna og fráveitu fyrir íbúðarsvæðið að svo komnu máli.
Með tilliti til umferðar til og frá hverfinu leggur skipulagsnefnd áherslu á að við deiliskipulagsvinnu verði vegtenging hverfisins hönnuð í samráði við sérfræðing á sviði samgöngutækni.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

Getum við bætt efni síðunnar?