299. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 21. janúar 2019 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurgeir B Hreinsson, Vigfús Björnsson og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.
Dagskrá:
1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna yfirferðar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 bárust sveitarfélaginu í síðasta mánuði og liggur nú fyrir tillaga skipulagshönnuðar á úrbótum. Erindinu fylgir bréf frá Skipulagsstofnun dags. 6. des. 2018 og minnisblað skipulagshönnuðar dags. 19. des. 2018.
Skipulagsnefnd fjallar um minnisblað skipulagshönnuðar þar sem athugasemdir Skipulagsstofnunar eru tíundaðar og sett fram tillaga að úrbótum. Minnisblaðið er í viðhengi fundargerðar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan sé samþykkt og skipulagshönnuði sé falið að breyta skipulagsgögnum í samræmi við það.
2. Kristján Vilhelmsson - Umsókn um nafn á íbúðarhús, Hólshús II, lóð A2, fasteignanr. F232-2340 - Vörðuhóll - 1812010
Kristján Vilhemsson biður um samþykki sveitarstjórnar við nafninu Vörðuhóll á landeignina Hólshús II A2 (L203110).
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
3. Steinn Jónsson - Umsókn um stöðuleyfi fyrir frístundahús, Grásteinn - 1812006
Fyrir fundinum liggur erindi frá Steini Jónssyni þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir frístundahúsi í smíðum á íbúðarlóðinni Grásteini. Erindinu fylgir uppdráttur frá H.S.Á teiknistofu dags. 6. des. 2018. Umsækjandi hyggst nota frístundahúsið sem vinnuaðstöðu meðan íbúðarhús á lóðinni er í byggingu, en að þeim tíma liðnum verður frístundahúsið annað hvort fjarlægt af lóðinni eða varanlegrar skipulagsheimildar fyrir það aflað með deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um stöðuleyfi til eins árs verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar skv. 3. mgr. sömu lagagreinar. Ef ekki berast andmæli í grenndarkynningu telst erindið samþykkt.
4. Brúnalaug - Ósk um samþykki fyrir byggingarreit undir viðbyggingu norðan við íbúðarhúsið Brúnalaug 1 - 1812013
Gísli Hallgrímsson óskar eftir byggingarreit vegna viðbyggingar við íbúðarhúsið í Brúnalaug. Erindinu fylgir uppdráttur fra Búgarði dags. 7. jan. 2019.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar skv. 3. mgr. sömu lagagreinar. Ef ekki berast andmæli í grenndarkynningu telst erindið samþykkt.
5. Sámsstaðir 3 - Óskað eftir fastanúmeri á lóð - 1901003
Höskuldur Jónsson og Elfa Ágústsdóttir óska eftir fastanúmeri á lóð umhverfis íbúðarhúsið á Sámsstöðum. Lóðin fái heitið Sámsstaðir 3. Erindinu fylgir uppdráttur frá Búgarði dags. 7. jan. 2019.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda sé kvöð um aðgengi og lagnaleiðir að lóðinni þinglýst samhliða stofnun lóðarinnar.
6. Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps - 1901018
Sigurður Einarsson arkitekt óskar fyrir hönd landeigenda Kropps eftir heimild sveitarstjórnar til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð á svæði ÍB10 í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Erindinu fylgja drög að deiliskipulagi fyrir alls 187 íbúðir sem skiptist á fjölbýlishús, raðhús og einbýlishús.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
7. Kotra - deiliskipulag íbúðarsvæðis Íb13 - 1901019
Guðmundur H. Gunnarsson skipulagshönnuður kemur á nefndarfundinn og gerir grein fyrir hönnun tengivegar að fyrirhuguðu íbúðarsvæði ÍB13 í landi Kotru.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40