Skipulagsnefnd

293. fundur 04. september 2018 kl. 09:37 - 09:37 Eldri-fundur

293. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 3. september 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, formaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Hólsgerði - Ósk um breytingar á aðalskipulagi í landi Hólsgerðis - 1808007
Fyrir fundinum liggur erindi ásamt uppdráttum frá eigendum Hólsgerðis og Úlfár þar sem óskað er eftir því að landnýtingarflokki sé breytt úr landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði á þremur tilteknum reitum á jörðinni.
Nefndin tekur vel í erindið en telur að ítarlegri upplýsingar um áformin þurfi að liggja fyrir áður en erindið er afgreitt. Erindinu er frestað.

2. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar heimreiðar að heilsárshúsi í landi Eyrarlands - 1711002
Fyrir fundinum liggur erindi frá Láru Halldóru Eiríksdóttur og Margréti Eiríksdóttur þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna vegtengingar frístundahúss í landi Eyrarlands við íbúðargötu í Brúnahlíð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fengið verði álit lögfræðings á málinu. Afgreiðslu erindisins er frestað.

3. Leifsstaðabrúnir 15 - Umsókn um uppsetningu og rekstur gistiþjónustu í landi Leifsstaða - 1806020
Grenndarkynning fór fram fyrr í sumar á framkvædarleyfisumsókn Þóru Sólveigar Bergsteinsdóttur vegna rekstrar tjaldsvæðis á verslunar- og þjónustusvæði VÞ6a í landi Leifsstaða. Athugasemdafrestur var til 20. ágúst og bárust andmæli frá tveimur aðilum. Skipulagsnefnd afgreiðir innkomin erindi í eftirfarandi röð:
1. erindi. Sendandi Sveinn Björnsson
Athugasemd a) Sendandi lýsir því yfir að hann hafi ekkert við fyrirhugaðar framkvæmdir að athuga, miðað við gögn sem honum voru kynnt. Sendandi telur að framkvæmdir fái af sinni hálfu jákvæða fyrirgreiðslu, sem þó er skilyrt af því að erindi hans sjálfs vegna mögulegra framkvæmda á landi Brúarlands fái einnig jákvæða fyrirgreiðslu hjá aðilum sem standa að framkvæmd sem grenndarkynnt er og landeigendum Leifsstaða 1.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að ekki komi fram efnisleg andmæli við áform sem grenndarkynnt eru í erindi sendanda. Skipulagsnefnd telur sér ekki unnt að veita vilyrði um fyrirgreiðslu vegnar ótilgreindra framkvæmda sem vísað er til í erindi sendanda, hvorki fyrir hönd sveitarstjórnar né annarra aðila.
2. erindi. Sendandi Landsbankinn hf.
Athugasemd a) Sendandi gerir athugasemd við fyrirhugaða staðsetningu tjalda og hreinlætisaðstöðu, bendir á að þau séu
nærri landamerkjum Leifsstaða II.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að hvorki skipulagsreglugerð né gildandi aðalskipulag skilgreini lágmarksfjarlægð fyrir starfsemi á borð við áform umsækjenda frá landamerkjum og því teljist staðsetning tjalda og hreinlætisaðstöðu í kynningargögnum vera fullnægjandi. Vegna framkominna athugasemda í grenndarkynningu mælist skipulagsnefnd þó til þess að tjöld og hreinlætisaðstaða séu ekki staðsett nær landamerkjum en 35 metra, með vísan í stefnumótun sveitarfélagsins um fjarlægð bygginga frá landamerkjum í aðalskipulagi sem taka mun gildi í haust.
Athugasemd b) Sendandi gerir athugasemd við að í umsókninni er ekkert fjallað um hvenig standa á að hljóvist tjaldanna og hreinlætisaðstöðu svo ekki komi til ónæðis fyrir nágranna og gesti Hótel Leifsstaða.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Í gildandi aðalskipulagi er umrætt svæði flokkað sem verslunar og þjónsutusvæði (VÞ6a) og í greinargerð skipulags segir að ráðgert sé að reisa hótel á svæðinu. Skipulagsnefnd telur sýnt að starfsemin sé ekki líkleg til að valda nágrönnum ama í ríkari mæli en bygging og rekstur hótels sem heimil er á umræddu svæði skv.gildandi aðalskipulagi. Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að binda áformin strangari skilmálum varðandi hljóðvist en fram koma í reglugerð um hávaða nr. 724/2008 og lögreglusamþykkt Akureyrarumdæmis.
Athugasemd c) Sendandi lýsir efasemdum um að sá fjöldi bílastæða sem tilgreindur er í umsókn sé nægjanlegur m.v. áætluð umsvif og telur að skortur á bílastæðum geti leitt til þess að gestir gistiþjónustunnar nýti sér bílastæði við Leifsstaði II.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að fjöldi bílastæða í kynningargöngum sé eðlilegur með hliðsjón af fjölda gesta sem unnt er að taka við á svæðinu skv. erindi umsækjenda. Skipulagsnefnd áréttar þó að umsækjendum sé ekki heimilt að nýta opinbera vegi né eignarland annarra aðila sem bílastæði fyrir viðskiptavini sína.
Athugasemd d) Sendandi leggur ríka áherslu á að komi til framkvæmda á svæðini þá sé þeim þannig háttað að það valdi sem minnstu raski á umhverfi svæðisins þar sem áhersla hefur verið lögð á friðsæld og náttúrulegt umhverfi staðarins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði bundið þeim skilmálum að mannvirkjagerð verði ekki meiri en nauðsyn ber til og að framkvæmdum verði háttað þannig að umferð vinnuvéla og annað ónæði eigi sér ekki stað utan dagvinnutíma og ekki á háannatíma ferðaþjónustu.
Athugasemd e) Sendandi gerir athugasemd við að ekki liggi fyrir afstaða sveitarstjórnar um það hvort umrædd umsókn uppfylli markmið um landnotkun á svæðinu m.t.t. fjölda gistirýma og þeirrar þjónsutu sem í boði er fyrir gesti á svæðinu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að umsóknin taki til svæðis sem skilgreint er sem verslunar- og þjónustusvæði í gildandi aðalskipulagi og telur að gistiþjónusta á borð við þá sem lýst er í erindi umsækjenda samræmist vel stefnu um landnotkun á slíku svæði sbr. gr. 6.2.c. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsnefnd telur ennfremur sýnt að starfsemin sé ekki umfangsmeiri né líklegri til að valda nágrönnum ama en sú starfsemi sem heimil er á umræddu svæði skv. gildandi aðalskipulagi, þ.e.a.s. bygging og rekstur hótels.
Athugasemd f) Sendandi vill koma því á framfæri að fasteign hans á svæðinu sé í sölumeðferð og að það komi í hlut nýs eiganda eignarinnar að taka afstöðu til þeirrar breytingar á deiliskipulagi sem felist í erindi umsækjenda.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendi á að grenndarkynning fari fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem m.a. segir að nágrönnum og hagsmunaaðilum skuli gefinn kostur á að tjá sig um leyfisumsókn innan tilskilins tímafrests. Sem þinglýstum eiganda Leifsstaða II á grenndarkynningartíma gefst Landsbankanum færi á að koma andmælum á framfæri innan tilskilins frests. Að frestinum liðnum er þess ekki kostur að koma andmælum á framfæri vegna leyfisumsóknar og enn síður er þess kostur þegar sveitarstjórn hefur afgreitt erindi umsækjenda. Athugasemdafrestur grenndarkynningar verður því ekki framlengdur né framseldur líkt og vísað er til í erindi sendanda. Ennfremur áréttar skipulagsnefnd að erindi umsækjanda feli ekki í sér breytingu á deiliskipulagi, heldur sé um að ræða umsókn um framkvæmdaleyfi sem er í samræmi við aðalskipulag, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði gefið út í samræmi við ofangreinda afgreiðslu.

4. Espigerði - Breytingartillaga á deiliskipulagi - 1706026
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna deiæliskipulagsbreytingar í Espigerði í Leifsstaðalandi. Áður var fjallað um málið á 270. fundi skipulagsnefndar þann 14. ágúst 2017.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki skipulagslýsinguna fyrir sitt leyti og að skipulagsfulltrúa verði falið að annast auglýsingu skipulagslýsingunnar skv. 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

Getum við bætt efni síðunnar?