283. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 19. mars 2018 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Syðri-Varðgjá ehf. - Beiðni um að taka landspildu úr jörðinni - 1803003
Erindi frá hönd Syðri- Varðgjár ehf., eiganda jarðarinnar Syðri- Varðgjár þar sem óskað er eftir að skipta afmarkaðri landspildu úr jörðinni og setja á sér landnúmer.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, enda liggi þá fyrir hvaða heiti spildan muni fá.
2. Þórustaðir II - Ósk um bráðabirgðastöðuleyfi fyrir íbúðarhús - 1803005
Afgreiðslu málsins frestað.
3. Þórustaðir II - Ósk um heimild til stækkunar á núverandi kartöfluvinnslu - 1803006
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu með vísan til 1. mgr. 44. skipulagslaga nr. 123/2010. Tímabil grenndarkynningar verði stytt að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. sömu lagagreinar.
4. Vatnsendi - Beiðni um afmarkaðar lóðir í landi Vatnsenda - 1803007
Erindi frá Sveini Rúnar Sigmundssyni þar óskað er eftir landsskiptum í þremur atriðum:
1.
Í fyrsta lagi, afmörkun landsspildu úr landi Vatnsenda ásamt vatninu sjálfu, hvers bakki liggur að landi Vatnsenda og Hóla, sbr. uppdráttur dags. 8.3.2018, Spildan og vatnið er samtals að stærð um 36,8 ha.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórna að þessi umsókn verði samþykkt, með því skilyrði að spildunni verði tryggður umferðarréttur og aðkoma samkvæmt þinglýstri kvöð, um land Jarðarinnar Vatnsenda.
Landeigandi skal finna spildunni heiti.
2.
Í öðru lagi, afmörkun lóðar kringum íbúarhús í landi Vatnsenda fnr. 215-9801, skv. hnitsettum uppdrætti.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, enda finni landeigandi spildunni heiti.
3.
Í þriðja lagi, afmörkun lóðar kringum íbúðarhús í landi Hóla, fnr. 215-8844.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, enda finni landeigandi spildunni heiti. Kirkjan í Hólum skal eiga ummferðarrétt um núverandi heimreið að húsinu og skal honum þinglýst sem kvöð á spilduna.
5. Ósk um leyfi til uppbyggingar á landinu Fífilgerði land nr. 152597 - 1709001
Erindi þar sem fjallað er sérstaklega um nýja vegtengingu. Við meðferð erindisins höfðu gögn ekki borist sem boðað var að liggja myndu fyrir, þ.e. samþykkti aðliggjandi jarðar og umsögn Vegagerðar um vegtengingu.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
6. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Ekki vannst tími til að fjalla um málið á fundinum. Umfjöllun frestað.
7. Dvergsstaðir, ósk um landskipti - 1803011
Erindi frá Hólmgeir Karlssyni um heimild til að fá að skipta út úr landi Dvegrsstaða, þeim hluta landsins sem er neðan (austan) þjóðvegarins.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, enda finni landeigandi spildunni nýtt heiti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00