282. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 26. febrúar 2018 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Emilía Baldursdóttir, varamaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.
Dagskrá:
1. Akvafuture - Tillaga að matsáætlun fyrir allt að 20.000 tonna eldi í lokuðum sjókvíum í Eyjafirði - 1802004
Gestir
Jón Stefánsson - 00:00
Skipulagsnefnd telur að í umhverfismati þurfi að gera grein fyrir eftirtöldum þáttum:
1) Áhrif þörungablóma af fiskeldi.
2) Grútarmengun af starfseminni.
3) Viðbrögð við fiskdauða í stórum stíl, t.a.m. þegar meirihluti fiskjar í kvíum drepst samtímis.
4) Viðbrögð við rekstarstöðvun.
5) Ásýnd starfsemi og sjónræn áhrif á umhverfi.
6) Viðbrögð við straumleysi.
7) Ágangur stórra sjávardýra á kvíar.
8) Áhrif í landi af förgun úrgangs.
9) Tækni er nýtilkomin og óvíst hve áræðanleg reynsla er. Meta þarf áhrif verulegra frávika frá fyrri reynslu, t.a.m. hvað varðar hlutfall úrgangs sem unnt er að fanga.
10) Ekki er unnt að taka afstöðu til umhverfisálags af starfseminni þegar burðarþol Eyjafjarðar með tillti til fiskeldis liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að vinna umsögn á grundvelli þessa.
2. Ólafíugarður - Ósk um nafn á lóð B 1, Hólshúsum, fastanr. 233-8749 - 1802013
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
3. Háaborg - Ósk um leyfi til að taka lóð undan jörðinni - 1802014
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda sé kvöð um aðgengi og veitur til handa nýrri lóð þinglýst samhliða landskiptum.
4. Háagerði - Ósk um byggingarleyfi fyrir geymsluskemmu - 1802015
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði grenndarkynnt með vísan til 1. mgr. 44. skipulagslaga nr. 123/2010. Tímabil grenndarkynningar verði stytt að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. sömu laga.
5. Smáralækur - Umsókn um stöðuleyfi - 1801039
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins með vísan til þess að enn vantar hluta þeirra ganga sem farið var fram á í bókun á 281. fundar nefndarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00